Rannsökuðu gjaldþol Milestone 24. maí 2012 19:15 Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Mennirnir tveir, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræði, unnu að rannsóknum sem tengdust fjárfestingafélaginu Milestone. Þó þeir hafi formlega hætt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um síðustu áramót, þá héldu þeir áfram störfum fyrir embættið í verktakavinnu við yfirheyrslur fram í febrúar á þessu ári. Í janúar tóku þeir að sér verkefni fyrir þrotabú Milestone sem snérist að því að kanna gjaldþol félagsins frá 2007 og fram á árið 2008. Þessi vinna skilaði sér í skýrslu, en fyrir vinnu sína þáðu þeir tæplega 30 milljónir króna. Í skýrslu sinni leitast Guðmundur Haukur og Jón Óttar við að svara þremur rannsóknarspurningum. Í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hafi greitt skuldir sem voru á gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í öðru lagi hvort vísbendingar væru um lögbrot hafi verið framin? Og síðan í þriðja lagi hvort starfsmenn, stjórnendur og eigendur, þar stærstir Karl og Steingrímur Wernerssynir, hafi talið félagið ógjaldfært einhvern tímann frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í skýrslunni gefa þeir til kynna að mörg lögbrot kynnu að hafa verið framin, og hafa riftunarmál þrotabússins meðal annars verið undirbyggð með þessum gögnum. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúss Milestone, sendi frá sér yfirlýsingu í seinnipartinn í dag þar sem hann harmar mjög að vinna mannanna hafi leitt til kæru, en ítrekar að gjaldþrotalögum hafi verið framfylgt í hvívetna hjá þrotabúi Milestone, og rannsóknin beinist ekki að því. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki líta svo að vinna mannanna fyrir embættið, og notkun þeirra á rannsóknargögnum fyrir þriðja aðila, grafi undan rannsóknum sem þeir hafi sinnt. Þar muni fyrst og síðast ráða för, hvort aðgerðir sem til rannsóknar séu hafi falið í sér brot á lögum eða ekki. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Mennirnir tveir, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræði, unnu að rannsóknum sem tengdust fjárfestingafélaginu Milestone. Þó þeir hafi formlega hætt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um síðustu áramót, þá héldu þeir áfram störfum fyrir embættið í verktakavinnu við yfirheyrslur fram í febrúar á þessu ári. Í janúar tóku þeir að sér verkefni fyrir þrotabú Milestone sem snérist að því að kanna gjaldþol félagsins frá 2007 og fram á árið 2008. Þessi vinna skilaði sér í skýrslu, en fyrir vinnu sína þáðu þeir tæplega 30 milljónir króna. Í skýrslu sinni leitast Guðmundur Haukur og Jón Óttar við að svara þremur rannsóknarspurningum. Í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hafi greitt skuldir sem voru á gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í öðru lagi hvort vísbendingar væru um lögbrot hafi verið framin? Og síðan í þriðja lagi hvort starfsmenn, stjórnendur og eigendur, þar stærstir Karl og Steingrímur Wernerssynir, hafi talið félagið ógjaldfært einhvern tímann frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í skýrslunni gefa þeir til kynna að mörg lögbrot kynnu að hafa verið framin, og hafa riftunarmál þrotabússins meðal annars verið undirbyggð með þessum gögnum. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúss Milestone, sendi frá sér yfirlýsingu í seinnipartinn í dag þar sem hann harmar mjög að vinna mannanna hafi leitt til kæru, en ítrekar að gjaldþrotalögum hafi verið framfylgt í hvívetna hjá þrotabúi Milestone, og rannsóknin beinist ekki að því. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki líta svo að vinna mannanna fyrir embættið, og notkun þeirra á rannsóknargögnum fyrir þriðja aðila, grafi undan rannsóknum sem þeir hafi sinnt. Þar muni fyrst og síðast ráða för, hvort aðgerðir sem til rannsóknar séu hafi falið í sér brot á lögum eða ekki.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira