Stuðningsgrein: Við getum brotið blað í sögunni. Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 8. júní 2012 13:41 Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu. Þóra Arnórsdóttir hefur unnið krefjandi starf í vaktavinnu í mörg ár án þess að sú vinna hafi komið niður á fjölskyldu hennar. Maður hennar, og faðir barnanna, hefur einnig stundað krefjandi vinnu en saman hefur þeim tekist að ala upp og sinna börnum sínum af stakri prýði. Ef Þóra nær kjöri til forseta Íslands munu börn hennar njóta þeirra fágætu forréttinda að faðir þeirra mun alfarið verða heimavinnandi og sinna þörfum þeirra í fullu starfi. Það er meira en börn margra önnum kafinna foreldra fá að njóta. Það er því í besta falli fáfræði og versta falli fordómar þegar fólk álítur að vel menntuð og upplýst, jafnréttissinnið nútímakona geti ekki sinnt störfum forseta Íslands vegna ómegðar. Slík umræða hefði aldrei heyrst ef Þóra væri karlmaður í framboði til forseta - enda hafa fyrrum forsetar Íslands allir verið foreldrar. Á undanförnum vikum hefur Þóra verið önnum kafin við að sinna fjölmiðlaviðtölum vegna framboðs síns. Velgengni hennar hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og víst er að nái hún kjöri mun það vekja mikla athygli víða um lönd og um leið vekja jákvæða umræðu um framsýna jafnréttishugsun og víðsýni Íslendinga. Ef svo fer mun Ísland, fyrst allra landa í heiminum, geta státað af þremur konum í valdamestu embættum landsins; embætti forsætisráðherra, embætti biskups og embætti forseta Íslands. Þegar við stöndum frammi fyrir vali á þjóðhöfðingja verðum við að hugsa lengra en áður hefur þekkst. Við þurfum að hugsa stórt og hugsa fram á veginn. Í raun ætti grein sem þessi að vera óþörf - enda fáránlegt að þurfa að réttlæta það á einn eða annan hátt þegar glæsileg, vel menntuð og víðsýn kona, sem býr að auki yfir þeirri undursamlegu reynslu að hafa fætt af sér og alið upp þrjú börn, sækist eftir því að verða þjóðhöfðingi landsins. Við ættum að vera þakklát fyrir að fá tækifæri til að kjósa hana sem næsta forseta Íslands. Það ætla ég að gera og vonandi get ég, þegar fram líða stundir, sagt með stolti að ég hafi átt þátt í að skrifa nafn Þóru Arnórsdóttur á spjöld sögunnar. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu. Þóra Arnórsdóttir hefur unnið krefjandi starf í vaktavinnu í mörg ár án þess að sú vinna hafi komið niður á fjölskyldu hennar. Maður hennar, og faðir barnanna, hefur einnig stundað krefjandi vinnu en saman hefur þeim tekist að ala upp og sinna börnum sínum af stakri prýði. Ef Þóra nær kjöri til forseta Íslands munu börn hennar njóta þeirra fágætu forréttinda að faðir þeirra mun alfarið verða heimavinnandi og sinna þörfum þeirra í fullu starfi. Það er meira en börn margra önnum kafinna foreldra fá að njóta. Það er því í besta falli fáfræði og versta falli fordómar þegar fólk álítur að vel menntuð og upplýst, jafnréttissinnið nútímakona geti ekki sinnt störfum forseta Íslands vegna ómegðar. Slík umræða hefði aldrei heyrst ef Þóra væri karlmaður í framboði til forseta - enda hafa fyrrum forsetar Íslands allir verið foreldrar. Á undanförnum vikum hefur Þóra verið önnum kafin við að sinna fjölmiðlaviðtölum vegna framboðs síns. Velgengni hennar hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og víst er að nái hún kjöri mun það vekja mikla athygli víða um lönd og um leið vekja jákvæða umræðu um framsýna jafnréttishugsun og víðsýni Íslendinga. Ef svo fer mun Ísland, fyrst allra landa í heiminum, geta státað af þremur konum í valdamestu embættum landsins; embætti forsætisráðherra, embætti biskups og embætti forseta Íslands. Þegar við stöndum frammi fyrir vali á þjóðhöfðingja verðum við að hugsa lengra en áður hefur þekkst. Við þurfum að hugsa stórt og hugsa fram á veginn. Í raun ætti grein sem þessi að vera óþörf - enda fáránlegt að þurfa að réttlæta það á einn eða annan hátt þegar glæsileg, vel menntuð og víðsýn kona, sem býr að auki yfir þeirri undursamlegu reynslu að hafa fætt af sér og alið upp þrjú börn, sækist eftir því að verða þjóðhöfðingi landsins. Við ættum að vera þakklát fyrir að fá tækifæri til að kjósa hana sem næsta forseta Íslands. Það ætla ég að gera og vonandi get ég, þegar fram líða stundir, sagt með stolti að ég hafi átt þátt í að skrifa nafn Þóru Arnórsdóttur á spjöld sögunnar. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun