Skattgreiðendur fá 19 milljarða reikning í hausinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júní 2012 13:05 Bjarni Benediktsson segir málið gríðarlega alvarlegt. „Yfirtaka ríkisins á SpKef er orðið eitt mesta klúður sem sést hefur í tíð ríkisstjórnarinnar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en í ljós hefur komið að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja innistæður í sparisjóðnum. Bjarni bendir á að Gylfi Magnússon, þáverandi ráðherra bankamála, hafi fyrst sagt að yfirtaka ríkisins myndi einungis kosta 800 milljónir sem myndu endurheimtast. Árni Páll Árnason, eftirmaður hans, hafi sagt að leggja þyrfti 11,2 milljarða vegna ofmats á eignum. „Nú er komið í ljós að það sem í upphafi átti ekki að kosta neitt kostar 19 milljarða," segir Bjarni. Einhver hljóti að bera ábyrgð á því að fara yfir svona mál, leggja mat á upplýsingar til þess að taka ákvarðanir. Ákveðnar stofnanir eigi að hafa eftirlit með þessu ferli og ráðuneyti eigi að vinna ákveðna vinnu til að leggja grunn að ákvörðun. „Og það er alveg augljóst að menn hafa gert slík mistök að á endanum eru það skattgreiðendur sem fá 19 milljarða reikning í hausinn. Það er gríðarlega alvarlegt mál," segir Bjarni. Bjarni spyr sig líka hvort það geti verið að virði eignanna hafi rýrnað svo mikið frá því að SpKef komst í eigu ríkisins. „Það er bara tvennt sem getur komið til annað hvort var lagt svona kolrangt mat á eignirnar eða að virði þeirra rýrnaði svona eftir að þær komust í hendur rikisins," segir Bjarni. Tengdar fréttir Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8. júní 2012 11:37 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
„Yfirtaka ríkisins á SpKef er orðið eitt mesta klúður sem sést hefur í tíð ríkisstjórnarinnar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en í ljós hefur komið að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja innistæður í sparisjóðnum. Bjarni bendir á að Gylfi Magnússon, þáverandi ráðherra bankamála, hafi fyrst sagt að yfirtaka ríkisins myndi einungis kosta 800 milljónir sem myndu endurheimtast. Árni Páll Árnason, eftirmaður hans, hafi sagt að leggja þyrfti 11,2 milljarða vegna ofmats á eignum. „Nú er komið í ljós að það sem í upphafi átti ekki að kosta neitt kostar 19 milljarða," segir Bjarni. Einhver hljóti að bera ábyrgð á því að fara yfir svona mál, leggja mat á upplýsingar til þess að taka ákvarðanir. Ákveðnar stofnanir eigi að hafa eftirlit með þessu ferli og ráðuneyti eigi að vinna ákveðna vinnu til að leggja grunn að ákvörðun. „Og það er alveg augljóst að menn hafa gert slík mistök að á endanum eru það skattgreiðendur sem fá 19 milljarða reikning í hausinn. Það er gríðarlega alvarlegt mál," segir Bjarni. Bjarni spyr sig líka hvort það geti verið að virði eignanna hafi rýrnað svo mikið frá því að SpKef komst í eigu ríkisins. „Það er bara tvennt sem getur komið til annað hvort var lagt svona kolrangt mat á eignirnar eða að virði þeirra rýrnaði svona eftir að þær komust í hendur rikisins," segir Bjarni.
Tengdar fréttir Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8. júní 2012 11:37 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8. júní 2012 11:37