Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2012 20:30 Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. Margir spyrja: Erum við ekki komin dálítið fram úr okkur í umræðunni? Aðrir svara: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo mikið er víst: Salurinn í Arion-banka var þéttsetinn fólki sem kom til að hlýða á erindi um hvað olía á Drekasvæðinu gæti þýtt. Per Mathis Kongsrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, varaði við því að olíugróði gæti sett samfélag á annan endann og lýsti því hvernig Norðmenn nota olíusjóðinn til sveiflujöfnunar og geyma fyrir komandi kynslóðir. „Við höfum notað olíupeningana í auknum mæli en við spörum þó mest af þeim," sagði Per Mathis. Sérfræðingur norræna Nordea-bankans, Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar í bankanum, sagði að olía frá Íslandi gæti skipt máli fyrir heimsmarkaðinn, þar sem í hópi stórra olíuútflutningsríkja væru bara Noregur og Kanada sem teldust með stöðugt stjórnarfar, meðan pólitískur órói einkenndi olíuútflytjendur. „Það verða oft miklar sveiflur í framboði olíu á heimsmarkaði;" sagði Thina Margrethe. „Þess vegna er mikilvægt að það séu líka litlir framleiðendur, eins og Ísland getur orðið. Því Íslendingar munu væntanlega flytja út mestan hluta olíunnar og það gæti orðið mikilvægt framlag frá Íslandi með stöðugt og traust stjórnarfar." Til að olíuvinnsla borgi sig á Drekasvæðinu telur hún að olíuverð þurfi að vera 70-80 dollarar tunnan en það stendur núna í 86 dollurum. Ört vaxandi markaðir, eins og í Kína og Indlandi, hrópi hins vegar á meiri olíu. „Því lítur út fyrir að olíuverð haldi áfram að hækka og það gerir verkefni eins og á Drekasvæðinu arðvænlegt," segir Thina Margrethe Saltvedt. Tengdar fréttir Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. Margir spyrja: Erum við ekki komin dálítið fram úr okkur í umræðunni? Aðrir svara: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo mikið er víst: Salurinn í Arion-banka var þéttsetinn fólki sem kom til að hlýða á erindi um hvað olía á Drekasvæðinu gæti þýtt. Per Mathis Kongsrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, varaði við því að olíugróði gæti sett samfélag á annan endann og lýsti því hvernig Norðmenn nota olíusjóðinn til sveiflujöfnunar og geyma fyrir komandi kynslóðir. „Við höfum notað olíupeningana í auknum mæli en við spörum þó mest af þeim," sagði Per Mathis. Sérfræðingur norræna Nordea-bankans, Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar í bankanum, sagði að olía frá Íslandi gæti skipt máli fyrir heimsmarkaðinn, þar sem í hópi stórra olíuútflutningsríkja væru bara Noregur og Kanada sem teldust með stöðugt stjórnarfar, meðan pólitískur órói einkenndi olíuútflytjendur. „Það verða oft miklar sveiflur í framboði olíu á heimsmarkaði;" sagði Thina Margrethe. „Þess vegna er mikilvægt að það séu líka litlir framleiðendur, eins og Ísland getur orðið. Því Íslendingar munu væntanlega flytja út mestan hluta olíunnar og það gæti orðið mikilvægt framlag frá Íslandi með stöðugt og traust stjórnarfar." Til að olíuvinnsla borgi sig á Drekasvæðinu telur hún að olíuverð þurfi að vera 70-80 dollarar tunnan en það stendur núna í 86 dollurum. Ört vaxandi markaðir, eins og í Kína og Indlandi, hrópi hins vegar á meiri olíu. „Því lítur út fyrir að olíuverð haldi áfram að hækka og það gerir verkefni eins og á Drekasvæðinu arðvænlegt," segir Thina Margrethe Saltvedt.
Tengdar fréttir Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09
Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30