Forseti sem þorir Eirún Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2012 13:00 Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun