Einstakur stjarnfræðilegur atburður - Ísland á fremsta bekk Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 12:13 Síðasta þverganga Venusar átti sér stað árið 2004. mynd/AP Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér. Venus Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér.
Venus Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira