Lagaleg umgjörð endurskoðunar óljós Magnús Halldórsson skrifar 4. júní 2012 19:00 Lagaleg staða endurskoðunar er um margt óljós þar sem alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa ekki verið innleiddir í íslensk lög. ,,Þetta er óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið," sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður á fundi um ábyrgð endurskoðenda á föstudag. Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður var einn þeirra sem flutti erindi á morgunverðarfundi Price Waterhouse Coopers í morgun, og sagði m.a. að það væri vægast sagt óheppilegt, að alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hefðu ekki verið leiddir inn í íslensk lög. Með þessu skapaðist óvissa um lagalega umgjörð endurskoðunarstarfsins. Hann sagði ennfremur ábyrgð endurskoðenda á áliti þeirra á ársreikningum vera ótvíræða, og nefndi í því samhengi innlend og erlend dómafordæmi. Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá Price Waterhouse Coopers, sem endurskoðaði meðal annars ársreikninga Landsbankans fyrir hrun bankans, fjallaði m.a. um stöðu mála hér á landi árið 2007, eins og hún birtist í ársreikningum. Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa stefnt Price Waterhouse vegna vinnu við endurskoðun ársreikninga, og eru þau mál nú til meðferðar í dómskerfinu. Vignir Rafn sagði að eigið fé íslenskra fjármálafyrirtækja árið 2007 hefði verið um þúsund milljarðar króna, og eigið fé íslenskra fyrirtækja ríflega 7.000 þúsund milljarðar. Staðan var því góð á pappírunum, og nefndi Vignir Rafn meðal annars að af tíu stærstu skuldurum hjá Glitni og Landsbankanum, hefðu ársreikningar endurskoðenda verið áritaðir án fyrirvara hjá öllum nema einum. Vignir Rafn nefndi meðal annars að endurskoðunaraðferðir hefðu mikil áhrif á eiginfjárstöðu, og tók sem dæmi að eigið fé fjárfestingafélagsins Exista, sem átti um fjórðungshlut í Kaupþingi fyrir hrun, hefði verið um hundrað milljörðum minna ef eignir félagsins hefðu verið færðar á markaðsverði í ársreikningi en ekki samkvæmt hlutdeildaraðferð. Hann sagði þetta m.a. sýna að endurskoðunin fæli ekki í sér mat sem væri fullkomlega áreiðanlegt, heldur væri matið háð þeirri aðferðarfræði og upplýsingum sem fyrir lægi í hvert skipti. Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Lagaleg staða endurskoðunar er um margt óljós þar sem alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa ekki verið innleiddir í íslensk lög. ,,Þetta er óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið," sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður á fundi um ábyrgð endurskoðenda á föstudag. Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður var einn þeirra sem flutti erindi á morgunverðarfundi Price Waterhouse Coopers í morgun, og sagði m.a. að það væri vægast sagt óheppilegt, að alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hefðu ekki verið leiddir inn í íslensk lög. Með þessu skapaðist óvissa um lagalega umgjörð endurskoðunarstarfsins. Hann sagði ennfremur ábyrgð endurskoðenda á áliti þeirra á ársreikningum vera ótvíræða, og nefndi í því samhengi innlend og erlend dómafordæmi. Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá Price Waterhouse Coopers, sem endurskoðaði meðal annars ársreikninga Landsbankans fyrir hrun bankans, fjallaði m.a. um stöðu mála hér á landi árið 2007, eins og hún birtist í ársreikningum. Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa stefnt Price Waterhouse vegna vinnu við endurskoðun ársreikninga, og eru þau mál nú til meðferðar í dómskerfinu. Vignir Rafn sagði að eigið fé íslenskra fjármálafyrirtækja árið 2007 hefði verið um þúsund milljarðar króna, og eigið fé íslenskra fyrirtækja ríflega 7.000 þúsund milljarðar. Staðan var því góð á pappírunum, og nefndi Vignir Rafn meðal annars að af tíu stærstu skuldurum hjá Glitni og Landsbankanum, hefðu ársreikningar endurskoðenda verið áritaðir án fyrirvara hjá öllum nema einum. Vignir Rafn nefndi meðal annars að endurskoðunaraðferðir hefðu mikil áhrif á eiginfjárstöðu, og tók sem dæmi að eigið fé fjárfestingafélagsins Exista, sem átti um fjórðungshlut í Kaupþingi fyrir hrun, hefði verið um hundrað milljörðum minna ef eignir félagsins hefðu verið færðar á markaðsverði í ársreikningi en ekki samkvæmt hlutdeildaraðferð. Hann sagði þetta m.a. sýna að endurskoðunin fæli ekki í sér mat sem væri fullkomlega áreiðanlegt, heldur væri matið háð þeirri aðferðarfræði og upplýsingum sem fyrir lægi í hvert skipti.
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira