Samningaviðræður um dýrasta hótel landsins langt komnar Magnús Halldórsson skrifar 3. júní 2012 18:44 Hótelið mun rísa við hlið Hörpunnar. Samningaviðræður við forsvarsmenn svissnesks fjárfestingafélags um byggingu hótelbyggingar við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu eru langt komnar, en Marriot-hótelið sem rísa mun á svæðinu, verður langdýrasta hótel landsins. Hótelið sem rísa á hér við Hörpuna og taka mun til starfa árið 2015, verður allt hið glæsilegasta, en það verður búið um 270 hágæðaherbergjum, auk margvíslegrar úrsvalsþjónustu. Gert er ráð fyrir að fjárfestingin verði upp á um 60 milljónir evra með lóðaverðinu, eða sem nemur tæplega tíu milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði hússins sem hýsir Hilton Reykjavík Nordica Hótel er um þrír og hálfur milljarður króna með lóðinni. Upphaflega var ráð fyrir því gert að samningaviðræður milli svissneska fjárfestingafélagsins World Leisure Investment og Sítusar, dótturfélags Austurhafnar eiganda Hörpunnar og lóðréttinda í grennd, myndi ljúka í apríl sl. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir en að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Austurhafnar, hafa samningaviðræður staðið yfir síðustu daga og vikur og gengið vel. Vonir standa til þess að viðræðunum ljúki á næstunni með samningum. Bandaríska hótelkeðjan Marriot mun reka hótelið undir sínu nafni en það verður í hið minnsta fjögurra stjörnu. Húsið sjálft verður í eigu hins svissneska félags, sem átti hæsta boð í lóðina við hlið Hörpunnar, upp á liðlega 1,8 milljarða króna. Endanlegar teikningar af útliti hússins liggja ekki fyrir enn, að sögn Péturs, en ljóst má vera að það mun setja afar sterkan svip á miðborg Reykjavíkur þegar það verður upprisið og ferðamenn, innlendir sem erlendir, farnir að glæða það lífi. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Samningaviðræður við forsvarsmenn svissnesks fjárfestingafélags um byggingu hótelbyggingar við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu eru langt komnar, en Marriot-hótelið sem rísa mun á svæðinu, verður langdýrasta hótel landsins. Hótelið sem rísa á hér við Hörpuna og taka mun til starfa árið 2015, verður allt hið glæsilegasta, en það verður búið um 270 hágæðaherbergjum, auk margvíslegrar úrsvalsþjónustu. Gert er ráð fyrir að fjárfestingin verði upp á um 60 milljónir evra með lóðaverðinu, eða sem nemur tæplega tíu milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að virði hússins sem hýsir Hilton Reykjavík Nordica Hótel er um þrír og hálfur milljarður króna með lóðinni. Upphaflega var ráð fyrir því gert að samningaviðræður milli svissneska fjárfestingafélagsins World Leisure Investment og Sítusar, dótturfélags Austurhafnar eiganda Hörpunnar og lóðréttinda í grennd, myndi ljúka í apríl sl. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir en að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Austurhafnar, hafa samningaviðræður staðið yfir síðustu daga og vikur og gengið vel. Vonir standa til þess að viðræðunum ljúki á næstunni með samningum. Bandaríska hótelkeðjan Marriot mun reka hótelið undir sínu nafni en það verður í hið minnsta fjögurra stjörnu. Húsið sjálft verður í eigu hins svissneska félags, sem átti hæsta boð í lóðina við hlið Hörpunnar, upp á liðlega 1,8 milljarða króna. Endanlegar teikningar af útliti hússins liggja ekki fyrir enn, að sögn Péturs, en ljóst má vera að það mun setja afar sterkan svip á miðborg Reykjavíkur þegar það verður upprisið og ferðamenn, innlendir sem erlendir, farnir að glæða það lífi.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira