Hvað er gengistryggt lán? - Hæstiréttur klofnar BBI skrifar 15. júní 2012 17:33 Í dag féll dómur í Hæstarétti þar sem tekist var á um hvort ákveðið lán væri lán í íslenskum krónum, bundið gengi erlendra gjaldmiðla (gengistryggt lán) eða hvort það væri lán í erlendum gjaldmiðli. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni en eins og kunnugt er eru gengistryggð lán ólögmæt. Fyrirtækið Háttur ehf., sem var í eigu Karls Wernerssonar, fékk 400 milljóna króna lán hjá Kaupþingi árið 2007. Lánið bar yfirskriftina „Lánssamningur í erlendum myntum". Fyrirtækið fékk andvirði lánsins greitt inn á reikninga sína í erlendum gjaldmiðlum. Sömuleiðis voru gjaldeyrireikningar þess skuldfærðir fyrir afborgunum af láninu. Hins vegar notaði fyrirtækið lánið til að greiða 400 milljónir íslenskra króna vegna fasteignaviðskipta. Á þessum tíma voru lánskjör erlendra lána hagstæðari en lána í íslenskum krónum. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að lánið væri í raun í erlendum myntum. Sú niðurstaða er rökstudd með vísan til yfirskriftar lánsins og þess að í raun skiptu fjárhæðir í erlendum gjaldmiðli um hendur. Minnihluti Hæstaréttar telur hins vegar að um lán í íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingu væri að ræða. Minnihlutinn telur að yfirskrift lánsins og framkvæmd á greiðslu þess breyti ekki því eðli lánsins að það hafi verið í íslenskum krónum. Lánið hafi verið notað til að greiða 400 milljón íslenskar krónur fyrir fasteignir. Það hafi hins vegar verið klætt í búning erlends láns svo lántakendur gætu notið betri kjara. Meirihlutann skipuðu dómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Þorgeir Örlygsson. Minnihlutann skipuðu Árni Kolbeinsson Ingibjörg Benediktsdóttir og Viðar Már Matthíasson. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að lánið væri í íslenskum krónum en bundið gengi erlendra gjaldmiðla. Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Í dag féll dómur í Hæstarétti þar sem tekist var á um hvort ákveðið lán væri lán í íslenskum krónum, bundið gengi erlendra gjaldmiðla (gengistryggt lán) eða hvort það væri lán í erlendum gjaldmiðli. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni en eins og kunnugt er eru gengistryggð lán ólögmæt. Fyrirtækið Háttur ehf., sem var í eigu Karls Wernerssonar, fékk 400 milljóna króna lán hjá Kaupþingi árið 2007. Lánið bar yfirskriftina „Lánssamningur í erlendum myntum". Fyrirtækið fékk andvirði lánsins greitt inn á reikninga sína í erlendum gjaldmiðlum. Sömuleiðis voru gjaldeyrireikningar þess skuldfærðir fyrir afborgunum af láninu. Hins vegar notaði fyrirtækið lánið til að greiða 400 milljónir íslenskra króna vegna fasteignaviðskipta. Á þessum tíma voru lánskjör erlendra lána hagstæðari en lána í íslenskum krónum. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að lánið væri í raun í erlendum myntum. Sú niðurstaða er rökstudd með vísan til yfirskriftar lánsins og þess að í raun skiptu fjárhæðir í erlendum gjaldmiðli um hendur. Minnihluti Hæstaréttar telur hins vegar að um lán í íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingu væri að ræða. Minnihlutinn telur að yfirskrift lánsins og framkvæmd á greiðslu þess breyti ekki því eðli lánsins að það hafi verið í íslenskum krónum. Lánið hafi verið notað til að greiða 400 milljón íslenskar krónur fyrir fasteignir. Það hafi hins vegar verið klætt í búning erlends láns svo lántakendur gætu notið betri kjara. Meirihlutann skipuðu dómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Þorgeir Örlygsson. Minnihlutann skipuðu Árni Kolbeinsson Ingibjörg Benediktsdóttir og Viðar Már Matthíasson. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að lánið væri í íslenskum krónum en bundið gengi erlendra gjaldmiðla.
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira