Spá hagvexti hér á landi yfir meðaltali á heimsvísu og minnkandi atvinnuleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. júní 2012 23:13 Hagvöxtur hér á landi verður 2,8 prósent á þessu ári samkvæmt spá Íslandsbanka, en ef það gengur eftir verður hann með því hæsta sem þekkist í Evrópu og yfir meðaltali á heimsvísu. Þá verður atvinnuleysi 6 prósent og mun lækka enn frekar á næstu árum. Íslandsbanki birti þjóhagsspá sína í dag en samkvæmt spánni verður hagvöxtur þessa árs drifinn áfram af einkaneyslu, fjárfestingum og útflutningi. Þá mun innflutningur á vörum til landsins mun fara vaxandi samhliða auknum útflutningi. Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Íslandsbanka segir 2,8 prósenta hagvöxt mjög góðan í samanburði við önnur Evrópuríki. „Þau eru reyndar að takast á við erfiðleika í augnablikinu þannig að það þarf að taka tillit til þess, en þetta er tiltölulega góður vöxtur í evrópskum samanburði og reyndar einnig í samanburði við OECD-ríki almennt, en þar er að meðaltali spáð 1,6 prósenta hagvexti á þessu ári. 2,8 prósenta hagvöxtur er tiltölulega góður í þeim samanburði," segir Ingólfur.Greining Íslandsbanka spáir 6 prósent atvinnuleysi á þessu ári, sem er nokkuð lágt í alþjóðlegum samanburði. „Sögulega séð er þetta samt yfir því sem við vorum vön á árum áður, sérstaklega fyrir hrun, en það var óeðlilegt ástand. Mikil þensla á vinnumarkaði og nánast ekkert atvinnuleysi, þannig að ekki er rétt að miða við það. Við teljum að það muni skrúfast enn meira ofan af atvinnuleysinu. Það verði 6 prósent í ár og fari niður í 5 prósent í lok spátímabilsins, eftir tvö ár," segir Ingólfur Bender. Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Hagvöxtur hér á landi verður 2,8 prósent á þessu ári samkvæmt spá Íslandsbanka, en ef það gengur eftir verður hann með því hæsta sem þekkist í Evrópu og yfir meðaltali á heimsvísu. Þá verður atvinnuleysi 6 prósent og mun lækka enn frekar á næstu árum. Íslandsbanki birti þjóhagsspá sína í dag en samkvæmt spánni verður hagvöxtur þessa árs drifinn áfram af einkaneyslu, fjárfestingum og útflutningi. Þá mun innflutningur á vörum til landsins mun fara vaxandi samhliða auknum útflutningi. Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Íslandsbanka segir 2,8 prósenta hagvöxt mjög góðan í samanburði við önnur Evrópuríki. „Þau eru reyndar að takast á við erfiðleika í augnablikinu þannig að það þarf að taka tillit til þess, en þetta er tiltölulega góður vöxtur í evrópskum samanburði og reyndar einnig í samanburði við OECD-ríki almennt, en þar er að meðaltali spáð 1,6 prósenta hagvexti á þessu ári. 2,8 prósenta hagvöxtur er tiltölulega góður í þeim samanburði," segir Ingólfur.Greining Íslandsbanka spáir 6 prósent atvinnuleysi á þessu ári, sem er nokkuð lágt í alþjóðlegum samanburði. „Sögulega séð er þetta samt yfir því sem við vorum vön á árum áður, sérstaklega fyrir hrun, en það var óeðlilegt ástand. Mikil þensla á vinnumarkaði og nánast ekkert atvinnuleysi, þannig að ekki er rétt að miða við það. Við teljum að það muni skrúfast enn meira ofan af atvinnuleysinu. Það verði 6 prósent í ár og fari niður í 5 prósent í lok spátímabilsins, eftir tvö ár," segir Ingólfur Bender.
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira