Innlán sparisjóðanna níu milljörðum meiri en útlán Magnús Halldórsson skrifar 11. júní 2012 21:40 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innlánsskuldbindingar þeirra tíu sparisjóða sem starfandi voru um síðustu áramót, voru 46,1 milljarður í lok árs í fyrra en útlán, sem teljast til eigna, voru á sama tíma tæplega níu milljörðum minni eða um 37,1 milljarður. Þetta kemur fram í fjármálstöðugleikariti Seðlabanka Íslands sem kom út í síðustu viku. Í ritinu segir að rekstrarforsendur sjóðanna séu að óbreyttu veikar, þar sem grunnrekstur sé ekki nægilega traustur og útlánaáhætta enn töluvert mikil. Orðrétt segir í fjármálaritinu: „Samkomulag hefur náðst um kaup Landsbankans á Sparisjóði Svarfdæla og Arion banki og Sparisjóður Ólafsfjarðar munu sameinast. Arion banki á 94,45% stofnfjár í Afli sparisjóði og hefur haft í hyggju að sameina sjóðinn bankanum. Vegna skorts á atkvæðamagni þrátt fyrir þennan eignarhlut hefur það ekki gengið eftir. Ef þetta gengi eftir yrðu sparisjóðirnir 7 talsins. Af þessum 7 sparisjóðum eru tveir með eiginfjárhlutfall undir lögbundnu lágmarki [8 prósent innsk. blm.], þ.e.a.s. Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Bolungarvíkur. Fjármálaeftirlitið hefur veitt þessum sparisjóðum tiltekinn frest til að skila inn greinargerð þar sem fram kemur til hvaða ráðstafana sjóðirnir hyggjast grípa af þessu tilefni, í samræmi við 86. gr. laga nr. 161/2002. Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis eru með eiginfjárhlutfall nálægt þeirra lögbundna lágmarki og gætu gengislánadómar Hæstaréttar um fullnaðarkvittanir haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sjóði. Það er því nokkuð ljóst að sparisjóðirnir standa höllum fæti og forsendur fyrir áframhaldandi rekstri margra þeirra eru að óbreyttu veikar." Ríkið á beinan eignarhlut í fimm sparisjóðum, 55 prósent í Sparisjóði Vestmannaeyja, 49,5 prósent í Sparisjóði Norðfjarðar, 90,5 prósent í Sparisjóði Bolungarvíkur, 75,8 prósent í Sparisjóði Þórshafnar og 90 prósent í Sparisjóði Svarfdæla. Aðrir sjóðir, miðað við stöðuna eins og hún var um síðustu áramót, eru Sparisjóður Suður-Þineyinga, Sparisjóður Ólafsfjarðar, Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Höfðhverfunga og Afl Sparisjóður. Samtals er eigið fé sparisjóðakerfisins 3,9 milljarðar króna, að því er fram kemur í ritinu. Í ársreikningum sparisjóðanna fyrir árið 2011 er virði annarra eigna en útlána sagt vera 22 milljarðar króna, og skiptir það sköpum þegar kemur að virði eiginfjár þar sem innlán eru töluvert umfram útlán, eins og fyrr segir. Sjá má fjármálastöðugleikarit seðlabankans hér, en umfjöllun um sparisjóðina er m.a. á síðum 48 til 50. Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Innlánsskuldbindingar þeirra tíu sparisjóða sem starfandi voru um síðustu áramót, voru 46,1 milljarður í lok árs í fyrra en útlán, sem teljast til eigna, voru á sama tíma tæplega níu milljörðum minni eða um 37,1 milljarður. Þetta kemur fram í fjármálstöðugleikariti Seðlabanka Íslands sem kom út í síðustu viku. Í ritinu segir að rekstrarforsendur sjóðanna séu að óbreyttu veikar, þar sem grunnrekstur sé ekki nægilega traustur og útlánaáhætta enn töluvert mikil. Orðrétt segir í fjármálaritinu: „Samkomulag hefur náðst um kaup Landsbankans á Sparisjóði Svarfdæla og Arion banki og Sparisjóður Ólafsfjarðar munu sameinast. Arion banki á 94,45% stofnfjár í Afli sparisjóði og hefur haft í hyggju að sameina sjóðinn bankanum. Vegna skorts á atkvæðamagni þrátt fyrir þennan eignarhlut hefur það ekki gengið eftir. Ef þetta gengi eftir yrðu sparisjóðirnir 7 talsins. Af þessum 7 sparisjóðum eru tveir með eiginfjárhlutfall undir lögbundnu lágmarki [8 prósent innsk. blm.], þ.e.a.s. Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Bolungarvíkur. Fjármálaeftirlitið hefur veitt þessum sparisjóðum tiltekinn frest til að skila inn greinargerð þar sem fram kemur til hvaða ráðstafana sjóðirnir hyggjast grípa af þessu tilefni, í samræmi við 86. gr. laga nr. 161/2002. Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis eru með eiginfjárhlutfall nálægt þeirra lögbundna lágmarki og gætu gengislánadómar Hæstaréttar um fullnaðarkvittanir haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sjóði. Það er því nokkuð ljóst að sparisjóðirnir standa höllum fæti og forsendur fyrir áframhaldandi rekstri margra þeirra eru að óbreyttu veikar." Ríkið á beinan eignarhlut í fimm sparisjóðum, 55 prósent í Sparisjóði Vestmannaeyja, 49,5 prósent í Sparisjóði Norðfjarðar, 90,5 prósent í Sparisjóði Bolungarvíkur, 75,8 prósent í Sparisjóði Þórshafnar og 90 prósent í Sparisjóði Svarfdæla. Aðrir sjóðir, miðað við stöðuna eins og hún var um síðustu áramót, eru Sparisjóður Suður-Þineyinga, Sparisjóður Ólafsfjarðar, Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Höfðhverfunga og Afl Sparisjóður. Samtals er eigið fé sparisjóðakerfisins 3,9 milljarðar króna, að því er fram kemur í ritinu. Í ársreikningum sparisjóðanna fyrir árið 2011 er virði annarra eigna en útlána sagt vera 22 milljarðar króna, og skiptir það sköpum þegar kemur að virði eiginfjár þar sem innlán eru töluvert umfram útlán, eins og fyrr segir. Sjá má fjármálastöðugleikarit seðlabankans hér, en umfjöllun um sparisjóðina er m.a. á síðum 48 til 50.
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira