Lán til Spánverja góð tíðindi fyrir íslensk fyrirtæki í saltfiski Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2012 18:45 Spánverjar kaupa gríðarlegt magn af saltfiski af Þorbirni hf. í Grindavík. Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. Spánn óskaði formlega eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu í gær og Evrópusambandið mun lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 12.500 milljarða króna. Spánn er fjórða ríkið á evrusvæðinu sem sækir formlega um fjárhagsaðstoð og stærsta ríkið sem óskað hefur eftir aðstoð. Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar fór yfir þessi mál á blaðamannafundi í Madríd í dag. „Þetta eru góð tíðindi fyrir evruna og virkilega gott fyrir Evrópu og augljóslega Spán líka. Þetta var óumflýjanlegt. Önnur ríki tóku ákvarðanir af þessum toga fyrir þremur árum. Ríki sem hafa sett gríðarlegar fjárhæðir inn í fjármálafyrirtæki sinna ríkja," sagði Rajoy í dag. Peningarnir fara í að endurfjármagna spænska bankakerfið. Mörg íslensk fyrirtæki eru í miklum viðskiptum við Spán. Sérstaklega má hér nefna sjávarútvegsfyrirtæki sem eru stórtæk í útflutningi á saltfiski. Þorbjörn hf. í Grindavík flytur aðallega út saltfisk til Spánar og Ítalíu og einnig nokkuð til Grikklands. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hefði um nokkra hríð haft áhyggjur af stöðunni í þessum ríkjum, en fyrirtækið hefði þó ekki enn orðið fyrir búsifjum. Gunnar Tómasson, bróðir Eiríks og sölustjóri Þorbjarnar, sagði að allar greiðslur hefðu borist til þessa á réttum tíma til þessa frá viðskiptavinum Þorbjarnar í þessum ríkjum þar sem viðsemjendur væru allir í bankaviðskiptum. Á Spáni væru til dæmis stunduð nánast eingöngu staðgreiðsluviðskipti gegnum spænska banka. Hins vegar gæti staðan orðið önnur ef spænskir bankar lentu í vandræðum. Ef mikill vandi hefði skapast í spænska bankakerfinu og bankarnir ekki haft laust fé hefðu íslensk fyrirtæki geta fundið sterklega fyrir áhrifunum. Gunnar sagði að ákvörðun Evrópusambandsins um að veita spænska ríkinu neyðarlán myndi slá á áhyggjur og væri afar góð tíðindi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu í miklum viðskiptum við Spán. Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. Spánn óskaði formlega eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu í gær og Evrópusambandið mun lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 12.500 milljarða króna. Spánn er fjórða ríkið á evrusvæðinu sem sækir formlega um fjárhagsaðstoð og stærsta ríkið sem óskað hefur eftir aðstoð. Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar fór yfir þessi mál á blaðamannafundi í Madríd í dag. „Þetta eru góð tíðindi fyrir evruna og virkilega gott fyrir Evrópu og augljóslega Spán líka. Þetta var óumflýjanlegt. Önnur ríki tóku ákvarðanir af þessum toga fyrir þremur árum. Ríki sem hafa sett gríðarlegar fjárhæðir inn í fjármálafyrirtæki sinna ríkja," sagði Rajoy í dag. Peningarnir fara í að endurfjármagna spænska bankakerfið. Mörg íslensk fyrirtæki eru í miklum viðskiptum við Spán. Sérstaklega má hér nefna sjávarútvegsfyrirtæki sem eru stórtæk í útflutningi á saltfiski. Þorbjörn hf. í Grindavík flytur aðallega út saltfisk til Spánar og Ítalíu og einnig nokkuð til Grikklands. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hefði um nokkra hríð haft áhyggjur af stöðunni í þessum ríkjum, en fyrirtækið hefði þó ekki enn orðið fyrir búsifjum. Gunnar Tómasson, bróðir Eiríks og sölustjóri Þorbjarnar, sagði að allar greiðslur hefðu borist til þessa á réttum tíma til þessa frá viðskiptavinum Þorbjarnar í þessum ríkjum þar sem viðsemjendur væru allir í bankaviðskiptum. Á Spáni væru til dæmis stunduð nánast eingöngu staðgreiðsluviðskipti gegnum spænska banka. Hins vegar gæti staðan orðið önnur ef spænskir bankar lentu í vandræðum. Ef mikill vandi hefði skapast í spænska bankakerfinu og bankarnir ekki haft laust fé hefðu íslensk fyrirtæki geta fundið sterklega fyrir áhrifunum. Gunnar sagði að ákvörðun Evrópusambandsins um að veita spænska ríkinu neyðarlán myndi slá á áhyggjur og væri afar góð tíðindi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu í miklum viðskiptum við Spán.
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira