Bakkavararbræður vilja eignast Bakkavör Magnús Halldórsson skrifar 22. júní 2012 19:38 Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert lífeyrissjóðum og bönkum tilboð í hlutabréf í Bakkavör með það fyrir augum að eignast félagið að fullu. Þeir hafa þegar keypt hluti í félaginu fyrir fjóra milljarða, meðal annars af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Aðrir hluthafar reyna nú að halda yfirráðum í félaginu. Undanfarna daga hafa Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir átt fundi með forsvarsmönnum stærstu lífeyrissjóða landsins og boðist til að kaupa hluti þeirra í félaginu. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekki viljað taka kauptilboðunum og vonast nú til þess að halda yfirráðum yfir félaginu. Ágúst og Lýður eiga um 26 prósent hlut í Bakkavör og borguðu um fjóra milljarða fyrir hlutinn. Inn í þessum kaupum var meðal annars hlutur sem áður var í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en Ágúst og Lýður keyptu þann hlut af sjóðnum fyrir ríflega milljarð. Forsvarsmenn lífeyrissjóðsins hafa neitað að upplýsa um viðskiptin í nákvæmisatriðum, en verðbréfafyrirtæki hafði milligöngu um viðskiptin. Á móti þeim eru síðan aðrir eigendur, þar stærstir Arion banki, með 34 prósent, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þessir meirihlutaeigendur í félaginu, með Arion banka í broddi fylkingar, unnið að því að stilla saman strengi sína undanfarna daga. Þessir eigendur vilja halda völdum og koma í veg fyrir að Bakkavararbræður eignist meirihluta í félaginu. Harpa Jónsdóttir, stjórnarformaður Gildi lífeyrissjóðs, staðfesti við fréttastofu að Ágúst og Lýður hefðu nálgast sjóðinn og lýst yfir áhuga á því að eignast allan hlut sjóðsins. Svör sjóðsins voru hins vegar skýr: „Við teljum að þeir eigi ekkert að hafa kost á því að hafa ráðandi hluti í félaginu. Það er alveg skýr afstaða hjá okkur," segir Harpa. Eitt af því sem stjórnarmenn lífeyrissjóðanna hafa spurt sig að er einfaldlega hvaðan koma peningarnir, því mörg félög sem Bakkavararbræðurnir tengdust fóru mjög illa út úr hruninu. Heildarvirði Bakkavarar samkvæmt því sem Ágúst og Lýður hafa viljað greiða fyrir hlut í félaginu, og boðið lífeyrissjóðunum, er um 16 milljarðar króna. Ágúst er núverandi forstjóri félagsins og Lýður er stjórnarformaður. Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert lífeyrissjóðum og bönkum tilboð í hlutabréf í Bakkavör með það fyrir augum að eignast félagið að fullu. Þeir hafa þegar keypt hluti í félaginu fyrir fjóra milljarða, meðal annars af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Aðrir hluthafar reyna nú að halda yfirráðum í félaginu. Undanfarna daga hafa Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir átt fundi með forsvarsmönnum stærstu lífeyrissjóða landsins og boðist til að kaupa hluti þeirra í félaginu. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekki viljað taka kauptilboðunum og vonast nú til þess að halda yfirráðum yfir félaginu. Ágúst og Lýður eiga um 26 prósent hlut í Bakkavör og borguðu um fjóra milljarða fyrir hlutinn. Inn í þessum kaupum var meðal annars hlutur sem áður var í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en Ágúst og Lýður keyptu þann hlut af sjóðnum fyrir ríflega milljarð. Forsvarsmenn lífeyrissjóðsins hafa neitað að upplýsa um viðskiptin í nákvæmisatriðum, en verðbréfafyrirtæki hafði milligöngu um viðskiptin. Á móti þeim eru síðan aðrir eigendur, þar stærstir Arion banki, með 34 prósent, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þessir meirihlutaeigendur í félaginu, með Arion banka í broddi fylkingar, unnið að því að stilla saman strengi sína undanfarna daga. Þessir eigendur vilja halda völdum og koma í veg fyrir að Bakkavararbræður eignist meirihluta í félaginu. Harpa Jónsdóttir, stjórnarformaður Gildi lífeyrissjóðs, staðfesti við fréttastofu að Ágúst og Lýður hefðu nálgast sjóðinn og lýst yfir áhuga á því að eignast allan hlut sjóðsins. Svör sjóðsins voru hins vegar skýr: „Við teljum að þeir eigi ekkert að hafa kost á því að hafa ráðandi hluti í félaginu. Það er alveg skýr afstaða hjá okkur," segir Harpa. Eitt af því sem stjórnarmenn lífeyrissjóðanna hafa spurt sig að er einfaldlega hvaðan koma peningarnir, því mörg félög sem Bakkavararbræðurnir tengdust fóru mjög illa út úr hruninu. Heildarvirði Bakkavarar samkvæmt því sem Ágúst og Lýður hafa viljað greiða fyrir hlut í félaginu, og boðið lífeyrissjóðunum, er um 16 milljarðar króna. Ágúst er núverandi forstjóri félagsins og Lýður er stjórnarformaður.
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira