Tippa og skafa í símunum með Betware-hugbúnaði Magnús Halldórsson skrifar 21. júní 2012 14:28 Stefán Hrafnkelsson, aðaleigandi, stofnandi og framkvæmdastjóri Betware. Danir geta nú tippað á íþróttaviðburði með símanum sínum hvar og hvenær sem er eða freistað gæfunnar með skafmiða í nýrri snjallsímalausn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Þá hefur CIRSA Gaming Corporation á Spáni tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni, að því er segir í fréttatilkynningu frá Betware. Betware er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði leikja- og hugbúnaðarlausna og með yfir 16 ára reynslu á sínu sviði. Fyrirtækið hefur fengið ISO 27001 öryggisvottun og SCS vottun frá World Lottery Association. Betware sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun fyrir leikjaiðnaðinn og starfar einungis með fyrirtækjum sem hafa tilskilin leyfi frá yfirvöldum í viðkomandi landi. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 100 talsins, og er fyrirtækið með starfsstöðvar í Danmörku, Spáni og Serbíu, auk höfuðstöðvar á Íslandi. Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Betware, segist ánægður með þetta samstarf. „Við erum afar stolt af þessum tveimur áföngum. Bæði CIRSA og Danske Spil eru leiðandi á sínum mörkuðum og við trúum að hugbúnaðarlausnir okkar muni auka sölu þessara fyrirtækja í gegnum Internetið og snjallsíma. Við væntum þess að þessir áfangar styrki Betware til framtíðar. " Danska ríkislottóið, Danske Spil (www.danskespil.dk), hefur nýverið tekið í notkun snjallsímalausn Betware fyrir lottó-, skafmiða- og getraunaleiki. Í henni felst að danskir spilarar geta nú keypt lottó- og skafmiða og tippað á íþróttaleiki í gegnum snjallsímann sinn. „Betware hefur átt farsællt samstarf við Danske Spil frá árinu 2001 og er þetta í fyrsta sinn sem snjallsímaeigendum gefst kostur á að taka þátt í leikjum fyrirtæksins í gegnum símann sinn. Danska lottóið þykir eitt það framsæknasta á sínu sviði í heiminum en í dag eru yfir 25% af heildarsölu fyrirtækisins í gegnum Internetið og fer sú hlutdeild vaxandi," segir í tilkynningu frá Betware. Jafnframt hefur CIRSA Gaming Corporation tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni (www.cirsa.es). Betware hóf samstarf við CIRSA á seinni hluta ársins 2011 en CIRSA er leiðandi í leikjaiðnaði á Spáni og í spænskumælandi löndum. CIRSA er eitt af fyrstu leikjafyrirtækjunum til að taka í notkun leikjalausnir á Internetinu sem falla að nýjum reglum á spænskum markaði. Um er að ræða hugbúnaðarlausn frá Betware sem gerir CIRSA kleift að tengja saman leiki frá ólíkum leikjaframleiðendum. Sonia Carabante, framkvæmdastjóri eGaming hjá CIRSA, segist í fréttatilkynningu frá Betware, fullviss um að framúrskarandi samsetning leikjalausna frá þeim hugbúnaðarframleiðendum sem CIRSA hefur kosið að vinna með auki á velgengni fyrirtækisins. „Betware hefur gegnt lykilhluverki við að samhæfa allar bestu leikjalausnirnar sem við viljum bjóða viðskiptavinum okkar," segir Sonia Carabante. Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Danir geta nú tippað á íþróttaviðburði með símanum sínum hvar og hvenær sem er eða freistað gæfunnar með skafmiða í nýrri snjallsímalausn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Þá hefur CIRSA Gaming Corporation á Spáni tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni, að því er segir í fréttatilkynningu frá Betware. Betware er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði leikja- og hugbúnaðarlausna og með yfir 16 ára reynslu á sínu sviði. Fyrirtækið hefur fengið ISO 27001 öryggisvottun og SCS vottun frá World Lottery Association. Betware sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun fyrir leikjaiðnaðinn og starfar einungis með fyrirtækjum sem hafa tilskilin leyfi frá yfirvöldum í viðkomandi landi. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 100 talsins, og er fyrirtækið með starfsstöðvar í Danmörku, Spáni og Serbíu, auk höfuðstöðvar á Íslandi. Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Betware, segist ánægður með þetta samstarf. „Við erum afar stolt af þessum tveimur áföngum. Bæði CIRSA og Danske Spil eru leiðandi á sínum mörkuðum og við trúum að hugbúnaðarlausnir okkar muni auka sölu þessara fyrirtækja í gegnum Internetið og snjallsíma. Við væntum þess að þessir áfangar styrki Betware til framtíðar. " Danska ríkislottóið, Danske Spil (www.danskespil.dk), hefur nýverið tekið í notkun snjallsímalausn Betware fyrir lottó-, skafmiða- og getraunaleiki. Í henni felst að danskir spilarar geta nú keypt lottó- og skafmiða og tippað á íþróttaleiki í gegnum snjallsímann sinn. „Betware hefur átt farsællt samstarf við Danske Spil frá árinu 2001 og er þetta í fyrsta sinn sem snjallsímaeigendum gefst kostur á að taka þátt í leikjum fyrirtæksins í gegnum símann sinn. Danska lottóið þykir eitt það framsæknasta á sínu sviði í heiminum en í dag eru yfir 25% af heildarsölu fyrirtækisins í gegnum Internetið og fer sú hlutdeild vaxandi," segir í tilkynningu frá Betware. Jafnframt hefur CIRSA Gaming Corporation tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni (www.cirsa.es). Betware hóf samstarf við CIRSA á seinni hluta ársins 2011 en CIRSA er leiðandi í leikjaiðnaði á Spáni og í spænskumælandi löndum. CIRSA er eitt af fyrstu leikjafyrirtækjunum til að taka í notkun leikjalausnir á Internetinu sem falla að nýjum reglum á spænskum markaði. Um er að ræða hugbúnaðarlausn frá Betware sem gerir CIRSA kleift að tengja saman leiki frá ólíkum leikjaframleiðendum. Sonia Carabante, framkvæmdastjóri eGaming hjá CIRSA, segist í fréttatilkynningu frá Betware, fullviss um að framúrskarandi samsetning leikjalausna frá þeim hugbúnaðarframleiðendum sem CIRSA hefur kosið að vinna með auki á velgengni fyrirtækisins. „Betware hefur gegnt lykilhluverki við að samhæfa allar bestu leikjalausnirnar sem við viljum bjóða viðskiptavinum okkar," segir Sonia Carabante.
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira