Brynjar: Krefst þess að ungu strákarnir standi sig betur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2012 17:30 Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Anton Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Sjá meira