Einar Öder og Glóðafeykir sigruðu í A-úrslitum B-flokks gæðinga 1. júlí 2012 15:34 Einar Öder ásamt eiginkonu sinni og Glóðafeyki. Mynd / Eiðfaxi.is Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn. Klárarnir voru missterkir á hæga töltinu. Reynsuboltarnir Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir voru öryggið uppmálað og hlutu þau hæstu einkunn keppenda, 8,80. Hrímnir frá Ósi fór einnig fallega hjá Guðmundi Björgvinssyni og uppskáru þeir 8,78. Þá var brokkað. Þar höfðu sjarmatröllinn Glóðafeyki frá Halakoti og Einar Öder Magnússon vinningin, hlutu glæsilega 9,12 en bæði Hrímnir, Loki frá Selfossi og Eldjárn frá Tjaldhólum skoruðu hátt. Glóðafeykir og Einar höfðu einnig yfirburði í kröftugri sýningu keppenda á hröðu tölti, uppskáru 9,18. Það sama má segja um einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið, þar heillaði Glóðafeykir dómarana hlaut 9,16 fyrir vilja og 8,92 fyrir fegurð í reið. Sigur gamla refsins og hins töfrandi Glóðafeykis var því tryggður með slétta 9,00 í lokaeinkunn og Einar hampaði Háfetabikarnum verðskuldað. Glóðafeykir og Einar voru einnig senuþjófar flokksins á síðasta ári, þegar þeir höfnuðu í 3. sæti flokksins á landsmóti eftir að hafa sigrað í B-úrslitum. Í viðtali við kynni mótsins eignaði Einar hestinum sínum stórkostlega sigurinn að öllu leyti. Einar sjálfur hefur ekki unnið á landsmót síðan 1986 og er því sigur hans ansi sætur. Heyrst hefur að Einar stefni næst með Glóðafeyki sinn til Berlínar á Heimsmeistaramótið 2013.Keppendur/ Hægt tölt/ Brokk / Greitt tölt / Vilji / Fegurð í reið /Lokaeinkunn 1. Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon: 8,52 - 9,12 - 9,18 - 9,16 - 8,92 = 9,00 2. Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson: 8,78 - 8,90 - 9,00 - 8,98 - 9,06 = 8,97 3. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson: 8,62 - 8,94 - 9,02 - 8,98 - 9,04 = 8,95 4. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson: 8,38 - 8,92 - 8,94 - 8,90 - 8,68 = 8,77 5. Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir: 8,80 - 8,64 - 8,68 - 8,76 =8,72 6. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson: 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70 7. Álfur frá Selfossi og Christina Lund: 8,54 - 8,46 - 8,86 - 8,68 - 8,74 = 8,67 8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 og Viðar Ingólfsson: 8,40 - 8,28 - 8,70 - 8,48 - 8,50 = 8,48 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn. Klárarnir voru missterkir á hæga töltinu. Reynsuboltarnir Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir voru öryggið uppmálað og hlutu þau hæstu einkunn keppenda, 8,80. Hrímnir frá Ósi fór einnig fallega hjá Guðmundi Björgvinssyni og uppskáru þeir 8,78. Þá var brokkað. Þar höfðu sjarmatröllinn Glóðafeyki frá Halakoti og Einar Öder Magnússon vinningin, hlutu glæsilega 9,12 en bæði Hrímnir, Loki frá Selfossi og Eldjárn frá Tjaldhólum skoruðu hátt. Glóðafeykir og Einar höfðu einnig yfirburði í kröftugri sýningu keppenda á hröðu tölti, uppskáru 9,18. Það sama má segja um einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið, þar heillaði Glóðafeykir dómarana hlaut 9,16 fyrir vilja og 8,92 fyrir fegurð í reið. Sigur gamla refsins og hins töfrandi Glóðafeykis var því tryggður með slétta 9,00 í lokaeinkunn og Einar hampaði Háfetabikarnum verðskuldað. Glóðafeykir og Einar voru einnig senuþjófar flokksins á síðasta ári, þegar þeir höfnuðu í 3. sæti flokksins á landsmóti eftir að hafa sigrað í B-úrslitum. Í viðtali við kynni mótsins eignaði Einar hestinum sínum stórkostlega sigurinn að öllu leyti. Einar sjálfur hefur ekki unnið á landsmót síðan 1986 og er því sigur hans ansi sætur. Heyrst hefur að Einar stefni næst með Glóðafeyki sinn til Berlínar á Heimsmeistaramótið 2013.Keppendur/ Hægt tölt/ Brokk / Greitt tölt / Vilji / Fegurð í reið /Lokaeinkunn 1. Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon: 8,52 - 9,12 - 9,18 - 9,16 - 8,92 = 9,00 2. Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson: 8,78 - 8,90 - 9,00 - 8,98 - 9,06 = 8,97 3. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson: 8,62 - 8,94 - 9,02 - 8,98 - 9,04 = 8,95 4. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson: 8,38 - 8,92 - 8,94 - 8,90 - 8,68 = 8,77 5. Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir: 8,80 - 8,64 - 8,68 - 8,76 =8,72 6. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson: 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70 7. Álfur frá Selfossi og Christina Lund: 8,54 - 8,46 - 8,86 - 8,68 - 8,74 = 8,67 8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 og Viðar Ingólfsson: 8,40 - 8,28 - 8,70 - 8,48 - 8,50 = 8,48
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira