Umfjöllun: Þór - Mlada Boleslav 0-1 | Þórsarar klikkuðu á tveimur vítum Björn Ívar Björnsson á Þórsvelli skrifar 26. júlí 2012 18:45 Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira