Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. ágúst 2012 08:15 Sjaldgæf sjón í Álftafirði í sumar: Lax á bakkanum og nóg vatn í ánni. Myndin er tekin í byrjun ágúst í fyrra. Mynd / Garðar "Veiðin hefur verið mjög dræm í sumar, aðeins fjórtán laxar komnir á land," segir Haukur Elísson, einn landeiganda við Selá í Álftafirði. Uppselt hefur verið í Selá í sumar og segir Haukur veiðimenn hafa mætt samviskusamlega á þeim dögum sem þeir hafi keypt. "En þeir hafa bara farið með lítið sem ekkert til baka," segir hann. Haukur segir Selá orðna afar vatnslitla eftir mikið þurrkasumar. "Bæði er áin orðin súrefnislaus og síðan gengurinn laxinn ekki þegar það kemur aldrei rigning," segir Haukur sem sér enga úrkomu í kortunum á næstunni. Veiðin í Selá í fyrra var um 100 laxar. Haukur segir að helmingur þeirra laxa hafa þegar verið veiddur á þeim degi sem nú er upprunninn. Veiðin er því afar léleg miðað við í fyrra og enn frekar miðað við sumarið 2010 þegar um 150 laxar veiddust. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
"Veiðin hefur verið mjög dræm í sumar, aðeins fjórtán laxar komnir á land," segir Haukur Elísson, einn landeiganda við Selá í Álftafirði. Uppselt hefur verið í Selá í sumar og segir Haukur veiðimenn hafa mætt samviskusamlega á þeim dögum sem þeir hafi keypt. "En þeir hafa bara farið með lítið sem ekkert til baka," segir hann. Haukur segir Selá orðna afar vatnslitla eftir mikið þurrkasumar. "Bæði er áin orðin súrefnislaus og síðan gengurinn laxinn ekki þegar það kemur aldrei rigning," segir Haukur sem sér enga úrkomu í kortunum á næstunni. Veiðin í Selá í fyrra var um 100 laxar. Haukur segir að helmingur þeirra laxa hafa þegar verið veiddur á þeim degi sem nú er upprunninn. Veiðin er því afar léleg miðað við í fyrra og enn frekar miðað við sumarið 2010 þegar um 150 laxar veiddust.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði