Fótbolti

Sky Sports: Juventus vill fá bæði Luis Suarez og Robin van Persie

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sky Sports hefur heimildir fyrir því að ítölsku meistararnir í Juventus séu með það sem markmið að stilla upp framherjaparinu Luis Suarez og Robin van Persie. Það hefur gengið á ýmsu hjá Suarez í Liverpool og fátt kemur í veg fyrir að Robin van Persie yfirgefi Arsenal.

Juventus er þegar búið að bjóða í Robin van Persie en þar í samkeppni við ensk félögin Manchester City og Manchester United. Arsenal ætlar að fá sitt fyrir leikmanninn sem vill ekki skrifa undir nýjan samning.

Juventus er líka farið að horfa norður til Liverpool en ítalska stórliðið hefur lengi haft áhuga á Úrúgvæmanninum Luis Suarez. Suarez er þrátt fyrir öll vandamálin vinsæll í Liverpool og það gæti því orðið erfitt fyrir Juve-menn að ná honum frá Bítlaborginni.

Juventus er í Meistaradeildinni og vann í vor sinn fyrsta meistaratitil síðan að félagið var dæmt niður um deild vegna þátttöku félagsins í veðmálabraski sem hefur tröllriði ítalska fótboltanum í alltof langan tíma.

Forráðamenn ítalska félagsins ætla síðan greinilega að reyna allt til þess að koma Juve á ný í hóp bestu félaga í heimi en hvort að þeim takist að krækja í þá Luis Suarez og Robin van Persie er aftur á móti allt önnur saga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×