Saksóknarar í Rússlandi hafa farið fram á að þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot verði dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir guðlast.
Stúlkurnar þrjár stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu og það í miðju bænahaldi. Atvikið átti sér stað í febrúar og hafa þær setið gæsluvarðhaldi síðan þá.
Fjöldi listamanna hefur fordæmt framferði yfirvalda í málinu. Þá hefur poppstjarnan Madonna hvatt dómstóla til að falla frá ákærum á hendur pönkurunum.