51 lax og 17 bleikjur í Andakílsá 6. ágúst 2012 23:57 Þessi lax veiddist í Borgarfirðinum síðasta sumar. Nánar tiltekið á Ferjukotseyrum. Mynd / Trausti Hafliðason Veiði í Andakílsá hefur verið fremur döpur það sem af er sumri. Samkvæmt upplýsingum á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafði 51 lax veiðst í ánni á hádegi í gær. "Að auki hafa verið skráðar til bókar 17 bleikjur, en fyrrum silungasvæði árinnar fylgir nú laxahlutanum. Frá 25. júlí til - 1. ágúst veiddust 7 laxar. Í kjölfarið kom einn lax upp 2/8 og annar 4/8 samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Ólafs sem sendi okkur línu um gang mála," segir á vef SVFR. Veitt er á tvær stangir í Andakílsá. Í fyrra veiddust 180 laxar í ánni og 332 sumarið 2010, sem er mjög góð veiði. Þess má geta að veiðin í ánni var stórkostleg árin 2009 og 2008. Árið 2008 veiddust 839 laxar og 706 árið á eftir.trausti@frettbladid.is Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði
Veiði í Andakílsá hefur verið fremur döpur það sem af er sumri. Samkvæmt upplýsingum á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafði 51 lax veiðst í ánni á hádegi í gær. "Að auki hafa verið skráðar til bókar 17 bleikjur, en fyrrum silungasvæði árinnar fylgir nú laxahlutanum. Frá 25. júlí til - 1. ágúst veiddust 7 laxar. Í kjölfarið kom einn lax upp 2/8 og annar 4/8 samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Ólafs sem sendi okkur línu um gang mála," segir á vef SVFR. Veitt er á tvær stangir í Andakílsá. Í fyrra veiddust 180 laxar í ánni og 332 sumarið 2010, sem er mjög góð veiði. Þess má geta að veiðin í ánni var stórkostleg árin 2009 og 2008. Árið 2008 veiddust 839 laxar og 706 árið á eftir.trausti@frettbladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði