Svisslendingurinn Roger Federer, efsti maðurinn á heimslistanum í tennis, sýndi styrk sinn í dag með því að vinna Serbann Novak Djokovic í tveimur settum í úrslitaleik á Cincinnati-meistaramótinu í tennis.
Federer vann fyrsta settið 6-0 en fékk meiri keppni í öðru settinu sem hann vann 7-6. Federer var að vinna þetta mót í fimmta sinn á ferlinum en hann vann einnig 2005, 2007, 2009 og 2010.
Þetta er jafnframt sjötta mótið sem Federer vinnur á ATP-mótaröðinni á þessu ári og það er ljóst að hann er sigurstranglegur á opna bandaríska mótinu sem hefst í New York 27. ágúst næstkomandi.
Sport