Yfir 500 bleikjur í Norðfjarðará 15. ágúst 2012 06:00 Í fyrra veiddust 850 bleikjur í Norðfjarðará en að meðaltali er veiðin um 700 bleikjur á sumri. Ekki er óalgengt að það veiðist 3 til 5 punda bleikjur í ánni. Mynd / Kristín Hávarðsdóttir Rúmlega 500 bleikjur eru komnar á land í Norðarfjarðará sem er með betri bleikjuveiðiám landsins með að jafnaði um 700 bleikjur á sumri. Þetta kemur fram á vefsíðunni veida.is. "Veiði í ánni hefur gengið vel í sumar, þótt færri laxar séu komnir á land heldur en oft áður á þessum tíma," segir á veida.is. "Nú eru rúmlega 500 bleikjur komnar í veiðibókina og 3 laxar." Veitt er á þrjár stangir í Norðfjarðará og er veiðimönnum leyft að nota flugu, maðk eða spún. Samtals eru um 20 merktir veiðistaðir í ánni. Á veida.is segir að áin sé ein af perlum Austurlands og vel sótt af heimamönnum framan af sumri. Auk þess að skila um 700 bleikjum á land á hverju ári veiðast árlega á bilinu 30 til 40 laxar í ánni. Fram til 9. september kostar stöngin 9.000 krónur á dag. En frá 10. til 20. september kostar hún 6.000 krónur. Hér er hægt að sjá hvernig hægt er að nálgast veiðileyfi. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Rúmlega 500 bleikjur eru komnar á land í Norðarfjarðará sem er með betri bleikjuveiðiám landsins með að jafnaði um 700 bleikjur á sumri. Þetta kemur fram á vefsíðunni veida.is. "Veiði í ánni hefur gengið vel í sumar, þótt færri laxar séu komnir á land heldur en oft áður á þessum tíma," segir á veida.is. "Nú eru rúmlega 500 bleikjur komnar í veiðibókina og 3 laxar." Veitt er á þrjár stangir í Norðfjarðará og er veiðimönnum leyft að nota flugu, maðk eða spún. Samtals eru um 20 merktir veiðistaðir í ánni. Á veida.is segir að áin sé ein af perlum Austurlands og vel sótt af heimamönnum framan af sumri. Auk þess að skila um 700 bleikjum á land á hverju ári veiðast árlega á bilinu 30 til 40 laxar í ánni. Fram til 9. september kostar stöngin 9.000 krónur á dag. En frá 10. til 20. september kostar hún 6.000 krónur. Hér er hægt að sjá hvernig hægt er að nálgast veiðileyfi. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði