"Birtir til" við Hrútafjarðará: Loksins vatn og veiði Svavar Hávarðsson skrifar 12. ágúst 2012 20:01 Einn fyrsti laxinn sem tekinn var í Hrútu í sumar og rígvæn bleikja. Bleikjan hefur helst haldið mönnum við efnið í neðstu veiðistöðum það sem af er. Mynd/Svavar Með hressilegum rigningum uppi á Holtavörðuheiði hefur vatnabúskapurinn í Hrútafjarðará tekið miklum og jákvæðum breytingum. Áin hefur verið bókstaflega niðri í harða grjóti í allt sumar sem hefur sett verulegt strik í reikning veiðimanna. Í frétt á strengir.is segir að strax og rigndi breyttist allt í ánni og á laugardagsmorguninn komu þrír laxar á land úr Hólmahyl, sem er rétt fyrir ofan Dumbafljót neðst í ánni. Þá segir frá þeim gleðitíðindum að "eftir hádegi kom í ljós að mikið af laxi var komið upp í efstu staði bæði í Hrútu sjálfri og í Síká og settu menn í nokkra laxa þar, en náðu bara einum á land." Ennþá eru lausar stangir í tveggja daga holli 19. - 21. ágúst segir á heimasíðu Strengja og því ennþá möguleiki að tryggja sér veiðileyfi í Hrútafjarðará í sumar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Með hressilegum rigningum uppi á Holtavörðuheiði hefur vatnabúskapurinn í Hrútafjarðará tekið miklum og jákvæðum breytingum. Áin hefur verið bókstaflega niðri í harða grjóti í allt sumar sem hefur sett verulegt strik í reikning veiðimanna. Í frétt á strengir.is segir að strax og rigndi breyttist allt í ánni og á laugardagsmorguninn komu þrír laxar á land úr Hólmahyl, sem er rétt fyrir ofan Dumbafljót neðst í ánni. Þá segir frá þeim gleðitíðindum að "eftir hádegi kom í ljós að mikið af laxi var komið upp í efstu staði bæði í Hrútu sjálfri og í Síká og settu menn í nokkra laxa þar, en náðu bara einum á land." Ennþá eru lausar stangir í tveggja daga holli 19. - 21. ágúst segir á heimasíðu Strengja og því ennþá möguleiki að tryggja sér veiðileyfi í Hrútafjarðará í sumar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði