Fótbolti

Newcastle gerði jafntefli í Grikklandi - AIK tapaði heima

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson.
Helgi Valur Daníelsson. Mynd/Daníel
Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu AIK Solna eru ekki í alltof góðum málum í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 0-1 tap á heimavelli í kvöld á móti rússneska liðinu CSKA Moskvu. Newcastle gerði á sama tíma 1-1 jafntefli á útivelli á móti gríska liðinu Atromitos.

Keisuke Honda skoraði sigurmark CSKA Moskvu á 61. mínútu. Helgi Valur Daníelsson var í byrjunarliði AIK en var tekinn útaf á 79. mínútu.

Denis Epstein kom Atromitos í 1-0 á móti Newcastle á 24. mínútu en Ryan Taylor jafnaði með flottu skoti úr aukaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Alan Pardew, stjóri Newcastle, gerði níu breytingar í liði sínu frá því í sigrinum á Tottenham um síðustu helgi og hinn 37 ára gamli Steve Harper var í markinu.

Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi hollenska liðsins Heerenveen sem taoaði 2-0 á útivelli á móti norsku meisturunum í Molde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×