Fótbolti

Jóhann Berg fékk ekkert að spila í Moskvu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
AZ Alkmaar tapaði 0-1 á móti rússneska liðnu Anzhi Makhachkala í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram í Moskvu. AZ á inni seinni leikinn á heimavelli í næstu viku en í boði er sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hinn 203 sentímetra hái Lacina Traoré skoraði eina mark leiksins á 51. mínútu eftir sendingu Mbark Boussoufa en Traoré kom til Anzhi fyrir þetta tímabil.

Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á bekknum hjá AZ en þjálfarinn Gertjan Verbeek notaði bara eina skiptingu í Moskvu í kvöld.

Samuel Eto'o er fyrirliði Anzhi og lék allan leikinn í kvöld en þjálfari liðsins er Hollendingurinn Guus Hiddink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×