Umfjöllun og viðtal: HC Mojkovac - Haukar 19-25 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 15. september 2012 18:21 Mynd/Daníel Haukar sigruðu HC Mojkovac 25-19 í seinni leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins í kvöld. Haukar unnu því einvígi liðanna með 26 marka mun eftir 20 marka sigur í gær. Úrslit leiksins í gær höfðu þau áhrif að Haukar mættu værukærir til leiks á sama tíma og leikmenn HC Mojkovac voru ákveðnir í að láta ekki niðurlægja sig annan leikinn í röð. Svartfellingarnir voru mun léttari á fæti en í fyrri leiknum sem skýrist að einhverju leiti að því að þeir lentu klukkan 1 eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins. Þreyta útskýrir samt ekki getumuninn á liðunum. Haukar eru með mun betra lið og þó liðið hafi ekki náð að hrista Svartfellingana af sér fyrr en að seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra leikinn í kvöld. Svartfellingar reyndu þó hvað þeir gátu til að koma Haukum úr jafnvægi. Hræktu þeir á leikmenn Hauka, Stefán Rafn Sigurmannsson var skallaður skömmu eftir að hann skoraði 11. mark sitt og þeir skutu ítrekað í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar eftir að hann kom í markið í upphafi seinni hálfleiks. Hátternir Svartfellinganna varð til þess að kveikja í Haukum sem fóru að berjast af krafti og láta finna fyrir sér sem svo skilaði sex marka sigri í lokin. Aron: Höguðu sér eins og asnar„Ég er ánægður með að við náðum að klára öruggan sigur í lokin. Við komum værukærir til leiks og það vantaði einbeitingu í okkar leik. Markvarslan var slök, vörnin var slök og sóknin var slök, það var nánast sama hver kom inn á nema Einar Ólafur kom ágætlega út úr þessu í markinu þegar hann kom inn á. Við skiptum í 5-1 vörnina í seinni hálfleik og náðum meiri baráttu í liðið og fáum sterkari varnarleik, hraðaupphlaup og sóknarleik. Við leikum töluvert betur í seinni hálfleik en fyrri," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Það er grátlegt við þetta að hafa hafa unnið þá með 20 mörkum í gær og vera samt með fjóra leikmenn meidda eftir þetta því þeir spila virkilega gróft á móti okkur. Þeir skjóta fimm sinnum í hausinn á Aroni, úr víti þar sem hann hreyfist ekki og tvisvar, þrisvar úr hornunum og dómararnir gera ekkert í því nema reka okkur útaf fyrir það. Þeir voru virkilega grófir, hrækjandi á menn og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir höguðu sér eins og asnar í dag og það var leiðinlegt í ljósi þess að við unnum þá með 20 mörkum í gær. Þeir vilja auðvitað koma til baka og berja frá sér en við sýndum karakter með að koma til baka og vinna þennan leik. „Þetta vakti okkar menn og við fengum góðar mínútur fyrir unga leikmenn. Egill Eiríksson fékk töluvert af mínútum á miðjunni þegar leikurinn var spennandi og Brynjólfur Brynjólfsson í horninu, það var ágætar mínútur fyrir þá að fá eins og Einar Ólaf Vilmundarson í markinu," sagði Aron sem tók undir að það hafi verið erfitt að kom mönnum í rétt hugarástand eftir stóran sigur í gær. „Þetta sýnir eina staðreynd um okkar lið, sama og í fyrra. Við erum ekki betri en þetta þegar við erum ekki 100%. Þá erum við ofboðslega lélegir. Þegar við erum klárir og tilbúnir í leikina þá getum við náð háu getustigi en þegar við erum ekki einbeittir þá erum við virkilega slakir. „Botninn hjá okkur er ekki nógu hátt uppi, hann er of lágt niðri. Það er góð staðreynd fyrir okkur og krefur okkur um meira. Við þurfum að leggja meira á okkur, hver einstaklingur þarf að leggja meira á sig í undirbúningi fyrir leik. Ég vissi að þetta yrði erfitt fyrir daginn í dag eftir 20 marka sigur í gær en við tókum sex marka sigur í lokin sem ágætt," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13/4, Adam Haukur Baumruk 3, Elías Már Halldórsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Matthías Ingimarsson 2, Gísli Jón Þórisson 1, Freyr Brynjarsson 1.Varin skot:Giereius Morkunas 3, Einar Ólafur Vilmundarson 9, Aron Rafn Eðvarðsson 7/1. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. 14. september 2012 18:51 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Haukar sigruðu HC Mojkovac 25-19 í seinni leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins í kvöld. Haukar unnu því einvígi liðanna með 26 marka mun eftir 20 marka sigur í gær. Úrslit leiksins í gær höfðu þau áhrif að Haukar mættu værukærir til leiks á sama tíma og leikmenn HC Mojkovac voru ákveðnir í að láta ekki niðurlægja sig annan leikinn í röð. Svartfellingarnir voru mun léttari á fæti en í fyrri leiknum sem skýrist að einhverju leiti að því að þeir lentu klukkan 1 eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins. Þreyta útskýrir samt ekki getumuninn á liðunum. Haukar eru með mun betra lið og þó liðið hafi ekki náð að hrista Svartfellingana af sér fyrr en að seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra leikinn í kvöld. Svartfellingar reyndu þó hvað þeir gátu til að koma Haukum úr jafnvægi. Hræktu þeir á leikmenn Hauka, Stefán Rafn Sigurmannsson var skallaður skömmu eftir að hann skoraði 11. mark sitt og þeir skutu ítrekað í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar eftir að hann kom í markið í upphafi seinni hálfleiks. Hátternir Svartfellinganna varð til þess að kveikja í Haukum sem fóru að berjast af krafti og láta finna fyrir sér sem svo skilaði sex marka sigri í lokin. Aron: Höguðu sér eins og asnar„Ég er ánægður með að við náðum að klára öruggan sigur í lokin. Við komum værukærir til leiks og það vantaði einbeitingu í okkar leik. Markvarslan var slök, vörnin var slök og sóknin var slök, það var nánast sama hver kom inn á nema Einar Ólafur kom ágætlega út úr þessu í markinu þegar hann kom inn á. Við skiptum í 5-1 vörnina í seinni hálfleik og náðum meiri baráttu í liðið og fáum sterkari varnarleik, hraðaupphlaup og sóknarleik. Við leikum töluvert betur í seinni hálfleik en fyrri," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Það er grátlegt við þetta að hafa hafa unnið þá með 20 mörkum í gær og vera samt með fjóra leikmenn meidda eftir þetta því þeir spila virkilega gróft á móti okkur. Þeir skjóta fimm sinnum í hausinn á Aroni, úr víti þar sem hann hreyfist ekki og tvisvar, þrisvar úr hornunum og dómararnir gera ekkert í því nema reka okkur útaf fyrir það. Þeir voru virkilega grófir, hrækjandi á menn og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir höguðu sér eins og asnar í dag og það var leiðinlegt í ljósi þess að við unnum þá með 20 mörkum í gær. Þeir vilja auðvitað koma til baka og berja frá sér en við sýndum karakter með að koma til baka og vinna þennan leik. „Þetta vakti okkar menn og við fengum góðar mínútur fyrir unga leikmenn. Egill Eiríksson fékk töluvert af mínútum á miðjunni þegar leikurinn var spennandi og Brynjólfur Brynjólfsson í horninu, það var ágætar mínútur fyrir þá að fá eins og Einar Ólaf Vilmundarson í markinu," sagði Aron sem tók undir að það hafi verið erfitt að kom mönnum í rétt hugarástand eftir stóran sigur í gær. „Þetta sýnir eina staðreynd um okkar lið, sama og í fyrra. Við erum ekki betri en þetta þegar við erum ekki 100%. Þá erum við ofboðslega lélegir. Þegar við erum klárir og tilbúnir í leikina þá getum við náð háu getustigi en þegar við erum ekki einbeittir þá erum við virkilega slakir. „Botninn hjá okkur er ekki nógu hátt uppi, hann er of lágt niðri. Það er góð staðreynd fyrir okkur og krefur okkur um meira. Við þurfum að leggja meira á okkur, hver einstaklingur þarf að leggja meira á sig í undirbúningi fyrir leik. Ég vissi að þetta yrði erfitt fyrir daginn í dag eftir 20 marka sigur í gær en við tókum sex marka sigur í lokin sem ágætt," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13/4, Adam Haukur Baumruk 3, Elías Már Halldórsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Matthías Ingimarsson 2, Gísli Jón Þórisson 1, Freyr Brynjarsson 1.Varin skot:Giereius Morkunas 3, Einar Ólafur Vilmundarson 9, Aron Rafn Eðvarðsson 7/1.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. 14. september 2012 18:51 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. 14. september 2012 18:51