Sveitarfélögin á batavegi en fjárfestingar þeirra í lágmarki 14. september 2012 10:04 Rekstur sveitarfélaga á Íslandi fer batnandi og gefa tölur Hagstofunnar um fjármál hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þetta til kynna. Samkvæmt þeim jukust tekjur sveitarfélaganna um tæp 9% frá sama tíma í fyrra á meðan heildarútgjöld, fjárfestingar og vaxtagjöld meðtalin, jukust um rúm 5%. Á meðan hækkaði verðlag um tæp 6%. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að tekjujöfnuður, mismunur tekna og greiddra gjalda að meðtöldum fjárfestingum, var jákvæður um 1,4% á fjórðungnum og var þar með jákvæður í þriðja sinn á síðustu fjórum fjórðungum. Það er öðruvísi en áður var, því frá 2007 og fram á þriðja ársfjórðung 2011 var samfellt neikvæður tekjujöfnuður af starfsemi sveitarfélaganna eða í fjórtán ársfjórðunga í röð. Þessar tölur Hagstofunnar byggja á afkomu stærstu sveitarfélaga landsins sem telja 80% af íbúafjöldanum en afkoman er ekki greind niður á ákveðin sveitarfélög. Tölurnar snúa eingöngu að sveitarsjóðunum, það er A-hluta, en ekki að fyrirtækjum í eigu sveitarfélaganna. Tekjuafgangur er fyrst og fremst til kominn af því að fjárfesting af hálfu sveitarfélaganna er nú í lágmarki þó afkomubati fyrir fjárfestingar sé einnig að eiga sér stað. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann hefur ekki orðið stór breyting á vaxtagjöldum sveitarfélaganna, að því leyti að þau greiða tæplega 4% af tekjum í vexti. Hins vegar hefur orðið stórkostleg breyting í fjárfestingum sveitarfélaganna en á liðnum fjórðungi fjárfestu þau fyrir 6,5% tekna en það samsvarar um 3,8 milljörðum kr. og frá ársbyrjun 2011 hafa sveitarfélögin fjárfest fyrir 7% af tekjum sínum. Það samsvarar um 16 milljörðum kr. á ársgrundvelli. Til samanburðar vörðu sveitarfélögin að jafnaði 15% af tekjum sínum í fjárfestingar á hverjum ársfjórðungi yfir sjö ára tímabil þar á undan. „Hér skal ekki fullyrt að tímabilið 2004-2010 gefi rétta mynd af eðlilegri fjárfestingarþörf sveitarfélaganna. Það gefur þó vísbendingu um að sveitarfélögin séu í fjárfestingarsvelti um þessar mundir. Sá böggull fylgir þó skammrifi að tekjujöfnuður upp á aðeins 1% af tekjum gefur ekki svigrúm til stóraukinna fjárfestinga. Höfum samt í huga að staða sveitarfélaganna er mjög mismunandi," segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Rekstur sveitarfélaga á Íslandi fer batnandi og gefa tölur Hagstofunnar um fjármál hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þetta til kynna. Samkvæmt þeim jukust tekjur sveitarfélaganna um tæp 9% frá sama tíma í fyrra á meðan heildarútgjöld, fjárfestingar og vaxtagjöld meðtalin, jukust um rúm 5%. Á meðan hækkaði verðlag um tæp 6%. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að tekjujöfnuður, mismunur tekna og greiddra gjalda að meðtöldum fjárfestingum, var jákvæður um 1,4% á fjórðungnum og var þar með jákvæður í þriðja sinn á síðustu fjórum fjórðungum. Það er öðruvísi en áður var, því frá 2007 og fram á þriðja ársfjórðung 2011 var samfellt neikvæður tekjujöfnuður af starfsemi sveitarfélaganna eða í fjórtán ársfjórðunga í röð. Þessar tölur Hagstofunnar byggja á afkomu stærstu sveitarfélaga landsins sem telja 80% af íbúafjöldanum en afkoman er ekki greind niður á ákveðin sveitarfélög. Tölurnar snúa eingöngu að sveitarsjóðunum, það er A-hluta, en ekki að fyrirtækjum í eigu sveitarfélaganna. Tekjuafgangur er fyrst og fremst til kominn af því að fjárfesting af hálfu sveitarfélaganna er nú í lágmarki þó afkomubati fyrir fjárfestingar sé einnig að eiga sér stað. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann hefur ekki orðið stór breyting á vaxtagjöldum sveitarfélaganna, að því leyti að þau greiða tæplega 4% af tekjum í vexti. Hins vegar hefur orðið stórkostleg breyting í fjárfestingum sveitarfélaganna en á liðnum fjórðungi fjárfestu þau fyrir 6,5% tekna en það samsvarar um 3,8 milljörðum kr. og frá ársbyrjun 2011 hafa sveitarfélögin fjárfest fyrir 7% af tekjum sínum. Það samsvarar um 16 milljörðum kr. á ársgrundvelli. Til samanburðar vörðu sveitarfélögin að jafnaði 15% af tekjum sínum í fjárfestingar á hverjum ársfjórðungi yfir sjö ára tímabil þar á undan. „Hér skal ekki fullyrt að tímabilið 2004-2010 gefi rétta mynd af eðlilegri fjárfestingarþörf sveitarfélaganna. Það gefur þó vísbendingu um að sveitarfélögin séu í fjárfestingarsvelti um þessar mundir. Sá böggull fylgir þó skammrifi að tekjujöfnuður upp á aðeins 1% af tekjum gefur ekki svigrúm til stóraukinna fjárfestinga. Höfum samt í huga að staða sveitarfélaganna er mjög mismunandi," segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira