Ferðamenn grétu af hræðslu - aðrir upplifðu ævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2012 19:30 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. Áætla má að mörg hundruð ferðamenn hafi lent í illviðrinu. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að öll hótel hafi verið full. Erfitt ástand hafi verið þar sem rafmagnið fór, og á þeim veitingastöðum. „Sumum ferðamönnum finnst þetta ævintýri en öðrum bregður í brún og það eru dæmi um það að fólk hafi farið hreinlega að gráta og orðið mjög hrætt," segir Guðrún María í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Ferðamennirnir í rútu, sem Stöðvar 2-menn hittu í Reykjahlíð, neyddust til að hætta við fara yfir Sprengisand en fóru í staðinn hringveginn um Austfirði að sunnan. Það virðist ekki hafa spillt fyrir. „Það sem við höfum séð í þessari rútu er alveg magnað. Fjöllin, rokið, snjórinn, á frekar lítilli eyju," sagði Joaquin Duran Toro, ferðamaður frá Spáni. Hann sagði ótrúlegt hvernig veðrið breyttist rétt eins og fingrum væri smellt og sagðist hafa næga sól á Spáni. „Ég hef séð nóg af sólinni, ég vil sjá eitthvað annað og þetta er allt öðruvísi," sagði Spánverjinn. Olga Zhanova frá Rússlandi sagði að þar væri oft kalt en Ísland væri kaldara land. Ekki var þó að heyra nein vonbrigði. „Þetta er mjög gott land, mjög fallegt," sagði Olga. Ari Arnórsson, leiðsögumaður ferðahópsins, sagði að þessir ferðamenn væru ekki síður ánægðir, og jafnvel ánægðari, en þeir sem voru í ferðinni á undan í tómu sólskini. „Það er mikilvægt að vera ekki að afsaka að það skuli vera ísland á Íslandi," sagði Ari. Aðalvandræði þessa hóps, eftir langa rútuferð, var að finna hvergi salerni við verslunarmiðstöðina í Reykjahlíð laust fyrir klukkan nítján og mátti sjá vonbrigðasvip þegar allt reyndist þar lokað og læst.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira