Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 08:02 Hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög safna upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks samkvæmt svari mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Rakel Ósk Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri, Kópavogi og Múlaþingi og Vopnafirði. Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri, Kópavogi og Múlaþingi og Vopnafirði.
Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira