Innlent

Pussy Riot verðlaunaðar á Íslandi

BBI skrifar
Meðlimir Pussy Riot í glerbúri.
Meðlimir Pussy Riot í glerbúri. Mynd/AFP

Rússneska pönksveitin Pussy Riot verður verðlaunuð í Viðey 9. október næstkomandi. Stúlkurnar hljóta friðarverðlaun sem kennd eru við Bítilinn John Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu.

Verðlaunin verða veitt þegar kveikt verður á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á afmæli Lennon. Eiginmaður einnar stúlkunnar tekur við verðlaununum fyrir þeirra hönd, en þær sitja nú í fangelsi í Rússlandi fyrir pönkbæn sem fram fór í dómkirkju í landinu. Auk hljómsveitarinnar verða fjórir aðrir heiðraðir. Það eru bandaríski aðgerðarsinninn Rachel Corrie, sem lést þegar hún varð undir jarðýtu Ísraelshers í Rafah árið 2003, leikritaskáldið Christopher Hitchens og hagfræðingurinn John Perkins sem skrifaði bókina Confessions of an Economic Hitman. Ekki hefur verið upplýst um hver fimmti verðlaunahafinn verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×