Liverpool fékk á sig þrjú mörk í seinni og tapaði á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2012 18:30 Mynd/AFP Liverpool náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og varð að sætta sig við 2-3 tap fyrir ítalska félaginu Udinese á heimavelli sínum í A-riðli Evrópudeildarinnar á Anfield í kvöld. Ítalarnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik og Liverpool sat eftir með svekkjandi tap. Udinese byrjaði leikinn vel og Liverpool gat þakkað markverði sínum Pepe Reina fyrir að Ítalirnir náðu ekki forystunni. Liverpool-liðið tók síðan völdin í leiknum. Jonjo Shelvey kom Liverpool í 1-0 á 23. mínútu. Hann hóf sóknina með því að finna Stewart Downing á hægri kantinum og var síðan mættur inn í teiginn til þess að skalla fyrirgjöf Downing laglega í markið. Liverpool hélt boltanum vel í fyrri hálfleiknum og var með hann í 72 prósent leiktímans en allt breyttist eftir aðeins nokkrar sekúndur í seinni hálfeik. Varamaðurinn Andrea Lazzari fann þá Antonio Di Natale í teignum og reynsluboltinn afgreiddi boltann glæsilega í markið eftir aðeins 35 sekúndna leik í seinni hálfleik. Udinese skoraði síðan tvö mörk með tveggja mínútna millibili. Fyrst skoraði Sebastian Coates sjálfsmark eftir aukaspyrnu á 70. mínútu og svo kom Giovanni Pasquale Udinese í 3-1 eftir stoðsendingu frá Antonio Di Natale á 72. mínútu. Luis Suarez hafði komið inn á sem varamaður á 65 mínútu ásamt Steven Gerrard og hann minnkaði muninn í 2-3 með skoti beint úr aukspyrnu á 75. mínútu. Liverpool sótti mikið í lokin en tókst ekki að bæta við marki og varð því að sætta sig við tap á heimavelli. Evrópudeild UEFA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Liverpool náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og varð að sætta sig við 2-3 tap fyrir ítalska félaginu Udinese á heimavelli sínum í A-riðli Evrópudeildarinnar á Anfield í kvöld. Ítalarnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik og Liverpool sat eftir með svekkjandi tap. Udinese byrjaði leikinn vel og Liverpool gat þakkað markverði sínum Pepe Reina fyrir að Ítalirnir náðu ekki forystunni. Liverpool-liðið tók síðan völdin í leiknum. Jonjo Shelvey kom Liverpool í 1-0 á 23. mínútu. Hann hóf sóknina með því að finna Stewart Downing á hægri kantinum og var síðan mættur inn í teiginn til þess að skalla fyrirgjöf Downing laglega í markið. Liverpool hélt boltanum vel í fyrri hálfleiknum og var með hann í 72 prósent leiktímans en allt breyttist eftir aðeins nokkrar sekúndur í seinni hálfeik. Varamaðurinn Andrea Lazzari fann þá Antonio Di Natale í teignum og reynsluboltinn afgreiddi boltann glæsilega í markið eftir aðeins 35 sekúndna leik í seinni hálfleik. Udinese skoraði síðan tvö mörk með tveggja mínútna millibili. Fyrst skoraði Sebastian Coates sjálfsmark eftir aukaspyrnu á 70. mínútu og svo kom Giovanni Pasquale Udinese í 3-1 eftir stoðsendingu frá Antonio Di Natale á 72. mínútu. Luis Suarez hafði komið inn á sem varamaður á 65 mínútu ásamt Steven Gerrard og hann minnkaði muninn í 2-3 með skoti beint úr aukspyrnu á 75. mínútu. Liverpool sótti mikið í lokin en tókst ekki að bæta við marki og varð því að sætta sig við tap á heimavelli.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira