Hin uppfærða afstæðiskenning Tryggvi Guðmundsson skrifar 12. október 2012 13:48 Kenningin um hlýnun jarðar á greinilega ekki við rök að styðjast. Þetta sést best með því að skoða gögnin. Undanfarnar vikur, og jafnvel mánuði, hefur hitastig lækkað jafnt og þétt og á það ekki bara við um Ísland heldur líka öll nágrannalönd okkar. Því er ljóst að þeir sem tala um að heimurinn sé á undraverðan hátt að verða heitari hafa einfaldlega ekki litið á gögnin og eru á villigötum. Flestum ætti að vera ljóst að röksemdarfærslan hér að ofan er meingölluð. Vísað er í gögn varðandi umræðuefnið en þau síðan afskræmd til að færa rök fyrir ákveðnum málstað. Ljóst má þykja að haustið mun koma þrátt fyrir lengri tíma tilgátur um veðurfar og það að septembermánuður sé kaldari en ágúst og júlí segir okkur ekkert um lengri tíma sveiflur. En hvers vegna virðist slík röksemdarfærsla vera að fullu viðurkennd þegar talið berst að efnahagsmálum? Nú þegar kosningar eru á næsta leiti má gera ráð fyrir að tal um meintan efnahagsbata, eða skort þar á, muni ná nýjum hæðum þar sem hlutaðeigandi aðilar berjast um að sannfæra almenning um eigið ágæti. Fylgjendur sitjandi ríkisstjórnar munu tala um aukinn hagvöxt, lægra atvinnuleysi og batnandi viðskiptajöfnuð meðan stjórandstöðusinnar munu hvessa brýnnar og lýsa yfir áhyggjum af háum skuldum, skattpíningu og óásættanlegum hagvexti. Hvað á hinn almenni kjósandi að halda? Eina leiðin út úr þessari blindgötu er að almenningur geri kröfu um að stjórnmálamenn, og samhangendur þeirra, vísi til sterkari gagna og samhengis þegar þeir færa rök fyrir máli sínu. Af orðræðunni að dæma mætti ætla að allt væri afstætt í efnahagsmálum og að eðlilegt sé að grípa til hagtalna úr lausu lofti með engu samhengi. Svo er ekki. Góður byrjunarreitur fyrir samhengi varðandi efnahagsmál Íslands er hin umtalaða bók þeirra Carmen Reinhart og Kenneth Rogoff, This Time Is Different. Þó bókin sé alls ekki gallalaus má lesa út úr henni hvernig hinn dæmigerði bati - ef svo má að orðið komast - lítur út í kjölfar fjármálakreppa. Þekktasti punktur bókarinnar er að bati eftir fjármálakreppur tekur lengri tíma en eftir hefðbundnar niðursveiflur í hagkerfinu. Samkvæmt úrtaki þeirra Reinhart og Rogoff lækkar landsframleiðsla að meðaltali í tæp tvö ár í kjölfar stórra fjármálakrísa og nemur meðallækkunin rúmlega 9%. Í sambærilegri rannsókn þeirra Moritz Schularick og Alan Taylor er komist að svipaðri niðurstöðu þar sem samdráttur varir í um tvö ár eftir alvarlega krísu. Á Íslandi lækkaði landsframleiðsla í tvö og hálft ár í kjölfar hrunsins og nam lækkunin frá toppi til botns um 11%. Svipaða sögu er að segja um atvinnuleysi. Samkvæmt Reinhart og Rogoff nemur meðalhækkun atvinnuleysis sjö prósentustigum eftir krísur og er í hækkunarfasa í tæp fimm ár eftir að krísa skellur á. Á Íslandi varð aukning atvinnuleysis álíka mikil og í meðalkrísu en var ef eitthvað er ögn fljótari að lækka eftir að hafa náð hámarki. Mögulega endurspeglar þetta forgang Íslendinga hvað atvinnu varðar og hlutfallslega meira umburðarlyndi gagnvart verðbólgu. Á sama hátt er hægt að líta til reynslu Íslands hvað varðar aðrar hagstærðir í samhengi við reynslu annarra landa af svipuðum kringumstæðum. Slíkur samanburður verður aldrei fullkominn og mun seint sannfæra alla óákveðna kjósendur um einhvers konar heilagan sannleik. Hann er þó það nálægasta sem við komumst í því að leggja mat á árangur þeirra efnahagsstefna sem við höfum búið við og hversu raunhæfar tillögur mismunandi stjórnmálaflokka eru. Hver er þá niðurstaðan varðandi árangur sitjandi ríkisstjórnar varðandi efnahagsbatann? Fljótt á litið virðist batinn nokkuð í takt, þó ívið hægari, við það sem gengur og gerist eftir kreppur. Líta verður þó til þátta sem gætu skekkt myndina við slíkan samanburð svo sem umfang bankakerfisins, ytri aðstæður og breytt viðhorf stofnana á borð við IMF til fjármagnshafta. Hvað sem því líður þá sýna hin einföldu dæmi hér að ofan að ríkisstjórnin hefur hvorki eyðilagt alla möguleika á efnahagsbata með stefnumálum sínum né heldur verið drifkraftur í undraverðum bata. Ætlunin hér er hins vegar ekki að reikna út lokaeinkunn ríkisstjórnarinnar heldur eingöngu að benda á hversu auðvelt það væri að stuðla að betri umræðu um efnahagsmál með því að almenningur gerði meiri kröfu um rökstuðning frá álitsgjöfum og stjórnmálamönnum. Þá má í lokin nefna að ekki varð hjá því komist að fyrstu árin eftir hrun yrðu ár skattahækkana og útgjaldalækkana, sama hvaða flokkar sætu hér við völd. Mögulega má deila um hversu mikið er reynt á tekjuhlið ríkisreikningsins og hversu mikið á útgjaldahlið en þar yrðu alltaf erfiðar ákvarðanir teknar - þvert á málflutning margra. Ef menn vildu komast hjá skattahækkunum í meira mæli en gert var ber viðkomandi að segja nákvæmlega hvar hefði mátt skera meira niður og ef mönnum finnst útgjöldin hafa verið skorin of geyst niður þá er ekki hjá því komist að segja hvaða skattar hefðu mátt hækka í staðinn. Almenningur á að gera þá kröfu til stjórnmálastéttarinnar að hún lofi ekki útgjöldum sem hún hefur ekki safnað fyrir eða skattalækkunum sem eiga að borga fyrir sig sjálfar. Öll myndum við vilja betri þjónustu, án skattahækkana, og lægri skattheimtu, án þjónustuskerðingar. Þess háttar hjal er þó engu betra en ofannefnt tal um (ó)hagstæðar hagstærðir sem gripnar eru samhengislaust úr lausu lofti. Slík tegund af afstæðiskenningu er ávísun á óábyrga hagstjórn og eiga Íslendingar að vera komnir með nóg af slíku hjali í bili.Höfundur er hagfræðingurStundaði doktorsnám við University of Cambridge (2010) Stunda doktorsnám við London School of Economics (2011-2014) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Kenningin um hlýnun jarðar á greinilega ekki við rök að styðjast. Þetta sést best með því að skoða gögnin. Undanfarnar vikur, og jafnvel mánuði, hefur hitastig lækkað jafnt og þétt og á það ekki bara við um Ísland heldur líka öll nágrannalönd okkar. Því er ljóst að þeir sem tala um að heimurinn sé á undraverðan hátt að verða heitari hafa einfaldlega ekki litið á gögnin og eru á villigötum. Flestum ætti að vera ljóst að röksemdarfærslan hér að ofan er meingölluð. Vísað er í gögn varðandi umræðuefnið en þau síðan afskræmd til að færa rök fyrir ákveðnum málstað. Ljóst má þykja að haustið mun koma þrátt fyrir lengri tíma tilgátur um veðurfar og það að septembermánuður sé kaldari en ágúst og júlí segir okkur ekkert um lengri tíma sveiflur. En hvers vegna virðist slík röksemdarfærsla vera að fullu viðurkennd þegar talið berst að efnahagsmálum? Nú þegar kosningar eru á næsta leiti má gera ráð fyrir að tal um meintan efnahagsbata, eða skort þar á, muni ná nýjum hæðum þar sem hlutaðeigandi aðilar berjast um að sannfæra almenning um eigið ágæti. Fylgjendur sitjandi ríkisstjórnar munu tala um aukinn hagvöxt, lægra atvinnuleysi og batnandi viðskiptajöfnuð meðan stjórandstöðusinnar munu hvessa brýnnar og lýsa yfir áhyggjum af háum skuldum, skattpíningu og óásættanlegum hagvexti. Hvað á hinn almenni kjósandi að halda? Eina leiðin út úr þessari blindgötu er að almenningur geri kröfu um að stjórnmálamenn, og samhangendur þeirra, vísi til sterkari gagna og samhengis þegar þeir færa rök fyrir máli sínu. Af orðræðunni að dæma mætti ætla að allt væri afstætt í efnahagsmálum og að eðlilegt sé að grípa til hagtalna úr lausu lofti með engu samhengi. Svo er ekki. Góður byrjunarreitur fyrir samhengi varðandi efnahagsmál Íslands er hin umtalaða bók þeirra Carmen Reinhart og Kenneth Rogoff, This Time Is Different. Þó bókin sé alls ekki gallalaus má lesa út úr henni hvernig hinn dæmigerði bati - ef svo má að orðið komast - lítur út í kjölfar fjármálakreppa. Þekktasti punktur bókarinnar er að bati eftir fjármálakreppur tekur lengri tíma en eftir hefðbundnar niðursveiflur í hagkerfinu. Samkvæmt úrtaki þeirra Reinhart og Rogoff lækkar landsframleiðsla að meðaltali í tæp tvö ár í kjölfar stórra fjármálakrísa og nemur meðallækkunin rúmlega 9%. Í sambærilegri rannsókn þeirra Moritz Schularick og Alan Taylor er komist að svipaðri niðurstöðu þar sem samdráttur varir í um tvö ár eftir alvarlega krísu. Á Íslandi lækkaði landsframleiðsla í tvö og hálft ár í kjölfar hrunsins og nam lækkunin frá toppi til botns um 11%. Svipaða sögu er að segja um atvinnuleysi. Samkvæmt Reinhart og Rogoff nemur meðalhækkun atvinnuleysis sjö prósentustigum eftir krísur og er í hækkunarfasa í tæp fimm ár eftir að krísa skellur á. Á Íslandi varð aukning atvinnuleysis álíka mikil og í meðalkrísu en var ef eitthvað er ögn fljótari að lækka eftir að hafa náð hámarki. Mögulega endurspeglar þetta forgang Íslendinga hvað atvinnu varðar og hlutfallslega meira umburðarlyndi gagnvart verðbólgu. Á sama hátt er hægt að líta til reynslu Íslands hvað varðar aðrar hagstærðir í samhengi við reynslu annarra landa af svipuðum kringumstæðum. Slíkur samanburður verður aldrei fullkominn og mun seint sannfæra alla óákveðna kjósendur um einhvers konar heilagan sannleik. Hann er þó það nálægasta sem við komumst í því að leggja mat á árangur þeirra efnahagsstefna sem við höfum búið við og hversu raunhæfar tillögur mismunandi stjórnmálaflokka eru. Hver er þá niðurstaðan varðandi árangur sitjandi ríkisstjórnar varðandi efnahagsbatann? Fljótt á litið virðist batinn nokkuð í takt, þó ívið hægari, við það sem gengur og gerist eftir kreppur. Líta verður þó til þátta sem gætu skekkt myndina við slíkan samanburð svo sem umfang bankakerfisins, ytri aðstæður og breytt viðhorf stofnana á borð við IMF til fjármagnshafta. Hvað sem því líður þá sýna hin einföldu dæmi hér að ofan að ríkisstjórnin hefur hvorki eyðilagt alla möguleika á efnahagsbata með stefnumálum sínum né heldur verið drifkraftur í undraverðum bata. Ætlunin hér er hins vegar ekki að reikna út lokaeinkunn ríkisstjórnarinnar heldur eingöngu að benda á hversu auðvelt það væri að stuðla að betri umræðu um efnahagsmál með því að almenningur gerði meiri kröfu um rökstuðning frá álitsgjöfum og stjórnmálamönnum. Þá má í lokin nefna að ekki varð hjá því komist að fyrstu árin eftir hrun yrðu ár skattahækkana og útgjaldalækkana, sama hvaða flokkar sætu hér við völd. Mögulega má deila um hversu mikið er reynt á tekjuhlið ríkisreikningsins og hversu mikið á útgjaldahlið en þar yrðu alltaf erfiðar ákvarðanir teknar - þvert á málflutning margra. Ef menn vildu komast hjá skattahækkunum í meira mæli en gert var ber viðkomandi að segja nákvæmlega hvar hefði mátt skera meira niður og ef mönnum finnst útgjöldin hafa verið skorin of geyst niður þá er ekki hjá því komist að segja hvaða skattar hefðu mátt hækka í staðinn. Almenningur á að gera þá kröfu til stjórnmálastéttarinnar að hún lofi ekki útgjöldum sem hún hefur ekki safnað fyrir eða skattalækkunum sem eiga að borga fyrir sig sjálfar. Öll myndum við vilja betri þjónustu, án skattahækkana, og lægri skattheimtu, án þjónustuskerðingar. Þess háttar hjal er þó engu betra en ofannefnt tal um (ó)hagstæðar hagstærðir sem gripnar eru samhengislaust úr lausu lofti. Slík tegund af afstæðiskenningu er ávísun á óábyrga hagstjórn og eiga Íslendingar að vera komnir með nóg af slíku hjali í bili.Höfundur er hagfræðingurStundaði doktorsnám við University of Cambridge (2010) Stunda doktorsnám við London School of Economics (2011-2014)
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun