Botnæta frá Wall Street hyggst græða á spænskum fasteignum 24. október 2012 06:27 Fjárfestirinn Wilbur Ross einn af auðugustu mönnum Bandaríkjanna hugsar sér til hreyfings á spænska fasteignamarkaðinum enda telur hann hægt að gera reyfarakaup þar í augnablikinu. Ross er það sem kallast botnæta á Wall Street en hann sérhæfir sig í kaupum á löskuðum eða rotnandi eignum og kemur þeim síðan aftur í verð þegar markaðsaðstæður batna. Hann einbeitir sér einkum að fasteignum og bönkum. Sem dæmi má nefna á hann 10% í Bank of Ireland og hann keypti stóran hlut í hinum gjaldþrota Northen Rock banka í Bretlandi. Í frétt um málið í börsen segir að Ross líti nú hýru auga á fasteignamarkaðinn á Spáni sem hrundi í fjármálakreppunni og hefur ekki náð sér á strik síðan. Samhliða áhuga Ross á þessum markaði berast fréttir um það að spænsk yfirvöld ætli að losa banka landsins við um 180 milljarða evra virði af ónýtum fasteigalánum og koma þeim fyrir í sérstöku félagi. Sjálfur segir Ross að hann sé reiðubúinn að veðja á að þessi markaður muni rétta úr kútnum í náinni framtíð. Ross hefur hagnast vel á botnáti sínu hingað til. Hann er á miðjum Forbes 400 listanum en persónulegur auður hans nemur nær 300 milljörðum króna. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjárfestirinn Wilbur Ross einn af auðugustu mönnum Bandaríkjanna hugsar sér til hreyfings á spænska fasteignamarkaðinum enda telur hann hægt að gera reyfarakaup þar í augnablikinu. Ross er það sem kallast botnæta á Wall Street en hann sérhæfir sig í kaupum á löskuðum eða rotnandi eignum og kemur þeim síðan aftur í verð þegar markaðsaðstæður batna. Hann einbeitir sér einkum að fasteignum og bönkum. Sem dæmi má nefna á hann 10% í Bank of Ireland og hann keypti stóran hlut í hinum gjaldþrota Northen Rock banka í Bretlandi. Í frétt um málið í börsen segir að Ross líti nú hýru auga á fasteignamarkaðinn á Spáni sem hrundi í fjármálakreppunni og hefur ekki náð sér á strik síðan. Samhliða áhuga Ross á þessum markaði berast fréttir um það að spænsk yfirvöld ætli að losa banka landsins við um 180 milljarða evra virði af ónýtum fasteigalánum og koma þeim fyrir í sérstöku félagi. Sjálfur segir Ross að hann sé reiðubúinn að veðja á að þessi markaður muni rétta úr kútnum í náinni framtíð. Ross hefur hagnast vel á botnáti sínu hingað til. Hann er á miðjum Forbes 400 listanum en persónulegur auður hans nemur nær 300 milljörðum króna.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira