Þóra Björg: Það furðulegasta sem ég hef lent í á ferlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 19:45 Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Sjá meira