Átta sigrar í röð hjá Keflavík - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2012 21:15 Valur Orri Valsson. Mynd/Stefán Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík unni bæði góða heimasigra í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann níu stiga sigur á Skallagrími í Toyota-höllinni og Njarðvík vann 31 stigs sigur á KFÍ í Ljónagryfjunni.Topplið Snæfells lenti í vandræðum með botnlið Tindastóls í Stykkishólmi í kvöld í 7. umferð Dominos-deild karla í körfubolta en vann að lokum tíu stiga sigur, 86-76. Snæfell hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er með tveggja stiga forskot á toppnum.Íslandsmeistarar Grindavíkur stöðu þriggja leikja sigurgöngu Stjörnunnar i Dominosdeild karla í kvöld með því að vinna Garðbæinga 90-86 í spennuleik í Röstinni í Grindavík. Grindavík og Stjarnan eru því jöfn að stigum í toppbaráttunni þegar sjö umferðir eru búnar en bæði liðin hafa náð í 10 stig af 14 mögulegum.Keflvíkingar unnu Skallagrím, 81-72, en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í röð í öllum keppnum. Nýi bandaríski leikmaður liðsins, Stephen McDowell, fór á kostum í fyrri hálfleiknum (16 stig og 4 stoðsendingar) á meðan liðið náði góðu forskoti. Skallagrímsmenn héldu í við Keflavík í fyrsta leikhlutanum og voru 22-21 yfir í lok hans eftir að hafa unnið síðustu tvær mínúturnar 6-0. Skallagrímur komst í 24-21 í fyrstu sókn annars leikhlutans en þó fóru heimamenn í gang og unnu næstu átta mínútur 22-5. Keflavík var komið með öll völd í leiknum og var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 48-32. Keflavík náði mest 22 stiga forskoti, 64-42 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Borgnesingar gáfust ekki upp. Þeir komu muninum niður í tólf stig, 66-54, fyrir fjórða leikhlutann og náðu að minnka muninn í fimm stig, 68-63, þegar tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar héldu út og unnu fjórða deildarleikinn sinn í röð.Njarðvíkingar komu sér upp úr fallsæti með sannfærandi 31 stigs sigri á nýliðum KFÍ, 103-72, en Ísfirðingar eru fyrir vikið dottnir niður í næstneðsta sæti deildarinnar. Njarðvíkingar stungu af í upphafi leiks. Þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-8 og voru 52-32 yfir í hálfleik.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins:Snæfell-Tindastóll 86-76 (17-21, 24-18, 24-27, 21-10)Snæfell: Sveinn Arnar Davíðsson 20/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 18, Jón Ólafur Jónsson 16/10 fráköst, Jay Threatt 12/5 fráköst/12 stoðsendingar, Asim McQueen 10/6 fráköst, Ólafur Torfason 5/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5 .Tindastóll: Drew Gibson 24/7 fráköst/8 stoðsendingar, George Valentine 16/10 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 10/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 7/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Sigtryggur Arnar Björnsson 2.Njarðvík-KFÍ 103-72 (28-8, 24-24, 19-17, 32-23)Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 21/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 19, Marcus Van 17/9 fráköst, Nigel Moore 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 7, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 4/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 3/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Magnús Már Traustason 2.KFÍ: Damier Erik Pitts 17/5 fráköst, Momcilo Latinovic 15, Mirko Stefán Virijevic 13/10 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12/5 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 9/6 fráköst, Leó Sigurðsson 4, Óskar Kristjánsson 2.Grindavík-Stjarnan 90-86 (25-26, 23-15, 14-22, 28-23)Grindavík: Aaron Broussard 24/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 19/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/6 fráköst, Samuel Zeglinski 14/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 5/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 1 .Stjarnan: Brian Mills 27/11 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15/6 fráköst, Justin Shouse 15/6 fráköst/14 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4/4 fráköst, Jovan Zdravevski 3/4 fráköst.Keflavík-Skallagrímur 81-72 (21-22, 27-10, 18-22, 15-18)Keflavík: Michael Craion 25/15 fráköst, Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Stephen Mc Dowell 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 9/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 2, Snorri Hrafnkelsson 1 .Skallagrímur: Haminn Quaintance 29/19 fráköst/5 stolnir, Carlos Medlock 26/4 fráköst/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 9/8 fráköst, Sigmar Egilsson 6, Birgir Þór Sverrisson 1, Trausti Eiríksson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík unni bæði góða heimasigra í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann níu stiga sigur á Skallagrími í Toyota-höllinni og Njarðvík vann 31 stigs sigur á KFÍ í Ljónagryfjunni.Topplið Snæfells lenti í vandræðum með botnlið Tindastóls í Stykkishólmi í kvöld í 7. umferð Dominos-deild karla í körfubolta en vann að lokum tíu stiga sigur, 86-76. Snæfell hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er með tveggja stiga forskot á toppnum.Íslandsmeistarar Grindavíkur stöðu þriggja leikja sigurgöngu Stjörnunnar i Dominosdeild karla í kvöld með því að vinna Garðbæinga 90-86 í spennuleik í Röstinni í Grindavík. Grindavík og Stjarnan eru því jöfn að stigum í toppbaráttunni þegar sjö umferðir eru búnar en bæði liðin hafa náð í 10 stig af 14 mögulegum.Keflvíkingar unnu Skallagrím, 81-72, en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í röð í öllum keppnum. Nýi bandaríski leikmaður liðsins, Stephen McDowell, fór á kostum í fyrri hálfleiknum (16 stig og 4 stoðsendingar) á meðan liðið náði góðu forskoti. Skallagrímsmenn héldu í við Keflavík í fyrsta leikhlutanum og voru 22-21 yfir í lok hans eftir að hafa unnið síðustu tvær mínúturnar 6-0. Skallagrímur komst í 24-21 í fyrstu sókn annars leikhlutans en þó fóru heimamenn í gang og unnu næstu átta mínútur 22-5. Keflavík var komið með öll völd í leiknum og var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 48-32. Keflavík náði mest 22 stiga forskoti, 64-42 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Borgnesingar gáfust ekki upp. Þeir komu muninum niður í tólf stig, 66-54, fyrir fjórða leikhlutann og náðu að minnka muninn í fimm stig, 68-63, þegar tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar héldu út og unnu fjórða deildarleikinn sinn í röð.Njarðvíkingar komu sér upp úr fallsæti með sannfærandi 31 stigs sigri á nýliðum KFÍ, 103-72, en Ísfirðingar eru fyrir vikið dottnir niður í næstneðsta sæti deildarinnar. Njarðvíkingar stungu af í upphafi leiks. Þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-8 og voru 52-32 yfir í hálfleik.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins:Snæfell-Tindastóll 86-76 (17-21, 24-18, 24-27, 21-10)Snæfell: Sveinn Arnar Davíðsson 20/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 18, Jón Ólafur Jónsson 16/10 fráköst, Jay Threatt 12/5 fráköst/12 stoðsendingar, Asim McQueen 10/6 fráköst, Ólafur Torfason 5/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5 .Tindastóll: Drew Gibson 24/7 fráköst/8 stoðsendingar, George Valentine 16/10 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 10/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 7/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Sigtryggur Arnar Björnsson 2.Njarðvík-KFÍ 103-72 (28-8, 24-24, 19-17, 32-23)Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 21/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 19, Marcus Van 17/9 fráköst, Nigel Moore 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 7, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 4/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 3/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Magnús Már Traustason 2.KFÍ: Damier Erik Pitts 17/5 fráköst, Momcilo Latinovic 15, Mirko Stefán Virijevic 13/10 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12/5 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 9/6 fráköst, Leó Sigurðsson 4, Óskar Kristjánsson 2.Grindavík-Stjarnan 90-86 (25-26, 23-15, 14-22, 28-23)Grindavík: Aaron Broussard 24/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 19/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/6 fráköst, Samuel Zeglinski 14/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 5/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 1 .Stjarnan: Brian Mills 27/11 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15/6 fráköst, Justin Shouse 15/6 fráköst/14 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4/4 fráköst, Jovan Zdravevski 3/4 fráköst.Keflavík-Skallagrímur 81-72 (21-22, 27-10, 18-22, 15-18)Keflavík: Michael Craion 25/15 fráköst, Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Stephen Mc Dowell 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 9/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 2, Snorri Hrafnkelsson 1 .Skallagrímur: Haminn Quaintance 29/19 fráköst/5 stolnir, Carlos Medlock 26/4 fráköst/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 9/8 fráköst, Sigmar Egilsson 6, Birgir Þór Sverrisson 1, Trausti Eiríksson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira