Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2012 16:30 Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum „Um land allt", sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. Foreldrar Jespers höfðu rekið minkabú í Danmörku og það var bróðir Jespers, sem er loðdýraræktarráðunautur í Danmörku, sem átti hugmyndina snemma árs 2010 að kaupa íslenskt minkabú. Þau Halla og Jesper eiga fjórðung í búinu á móti fjölskyldu hans, þannig að hér er dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskum landbúnaði. Fram kom í þættinum að þau þekktu nánast ekkert til Skagafjarðar, þegar þau fluttu þangað, en svo vel líkar þeim að þau segjast ekkert vera á förum aftur, og Jesper hefur gengið ótrúlega vel að læra íslenskuna, eins og heyra má í viðtölum í þættinum. Fjallað var um loðdýraræktina á Íslandi í þættinum „Um land allt" í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu einnig minkabændur á Skörðugili og fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Dýr Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum „Um land allt", sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. Foreldrar Jespers höfðu rekið minkabú í Danmörku og það var bróðir Jespers, sem er loðdýraræktarráðunautur í Danmörku, sem átti hugmyndina snemma árs 2010 að kaupa íslenskt minkabú. Þau Halla og Jesper eiga fjórðung í búinu á móti fjölskyldu hans, þannig að hér er dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskum landbúnaði. Fram kom í þættinum að þau þekktu nánast ekkert til Skagafjarðar, þegar þau fluttu þangað, en svo vel líkar þeim að þau segjast ekkert vera á förum aftur, og Jesper hefur gengið ótrúlega vel að læra íslenskuna, eins og heyra má í viðtölum í þættinum. Fjallað var um loðdýraræktina á Íslandi í þættinum „Um land allt" í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu einnig minkabændur á Skörðugili og fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi.
Dýr Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15