Fótbolti

Rúrik tryggði FCK sigur á Molde

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. vísir/afp
Rúrik Gíslason var hetja FC Kaupmannahafnar en hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á Noregsmeisturum Molde í Evrópudeild UEFA í kvöld.

Rúrik var í byrjunarliði FCK, rétt eins og Ragnar Sigurðsson. Danirnir komust yfir með marki Cesar Santin úr vítaspyrnu en Norðmennirnir jöfnuðu á 62. mínútu.

Rúrik skoraði svo sigurmarkið um stundarfjórðungu fyrir leikslok. Fyrir vikið á FCK enn möguleika á sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en liðið er í þriðja sæti riðilsins með sjö stig.

Steaua Búkarest og Stuttgart eru í efstu tveimur sætunum sem stendur og þarf FCK að vinna Steaua í lokaumferðinni til að komast áfram. Molde er hins vegar úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×