Miami lagði San Antonio | Popovich skildi stjörnurnar eftir heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2012 08:59 Gregg Popovich og Dwyane Wade, ein af fjölmörgum stjörnum Miami Heat liðsins. Nordicphotos/Getty Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Lokatölurnar urðu 105-100 en liðsmenn Heat skoruðu tólf stig gegn tveimur á síðustu mínútum leiksins og björguðu andlitinu gegn vængbrotnu liði Spurs. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók þá eftirtektarverðu ákvörðun að skilja Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili og Danny Green eftir heima í Texas. Þjálfarinn sagði ákvörðunina vera í þágu liðsins en hún var harðlega gagnrýnd af David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar. „Ákvörðunin er óásættanleg," sagði Stern. Hann bað stuðningsmenn afsökunar og sagði að gestaliðinu yrði refsað. Stjörnulaust lið Spurs leiddi með sjö stigum þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks og munurinn var enn fimm stig þegar rúmar tvær mínútur lifðu. Þá tóku stjörnurnar í Heat með Ray Allen í fararbroddi við sér og tryggðu sér sigur. LeBron James var stigahæstur heimamanna með 23 stig auk þess að taka níu fráköst. Popovich varði ákvörðun sína, um að skilja lykilmenn sína eftir heima í Texas, fyrir leikinn. „Allir þurfa að taka ákvarðarnir sem snúa að leikjaniðurröðun, hvaða leikmenn spili, leikjum dag eftir dag, ferðalögum á ferðalög ofan og þess háttar. Í okkar tilfelli höfum við spilað ellefu útileiki í mánuðinum. Við fórum í átta daga ferðalag, svo tíu daga ferðalag og törninni lýkur með fjórum leikjum á fimm kvöldum. Ég held að það sé óskynsamlegt að nota leikmennina ef litið er til (meiðsla)sögu þeirra," sagði Popovich. Í hinum leik næturinnar vann Golden State Warriors eins stigs heimasigur á Denver Nuggets, 106-105. Nuggets hafði átta stiga forskot fyrir lokafjórðunginn en frábær spilamennska í síðasta fjórðungnum tryggði Golden State sigur. Kraftframherjinn David Lee var besti maður vallarins. Lee skoraði 31 stig auk þess að hirða níu fráköst. NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Lokatölurnar urðu 105-100 en liðsmenn Heat skoruðu tólf stig gegn tveimur á síðustu mínútum leiksins og björguðu andlitinu gegn vængbrotnu liði Spurs. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók þá eftirtektarverðu ákvörðun að skilja Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili og Danny Green eftir heima í Texas. Þjálfarinn sagði ákvörðunina vera í þágu liðsins en hún var harðlega gagnrýnd af David Stern, einvaldi NBA-deildarinnar. „Ákvörðunin er óásættanleg," sagði Stern. Hann bað stuðningsmenn afsökunar og sagði að gestaliðinu yrði refsað. Stjörnulaust lið Spurs leiddi með sjö stigum þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks og munurinn var enn fimm stig þegar rúmar tvær mínútur lifðu. Þá tóku stjörnurnar í Heat með Ray Allen í fararbroddi við sér og tryggðu sér sigur. LeBron James var stigahæstur heimamanna með 23 stig auk þess að taka níu fráköst. Popovich varði ákvörðun sína, um að skilja lykilmenn sína eftir heima í Texas, fyrir leikinn. „Allir þurfa að taka ákvarðarnir sem snúa að leikjaniðurröðun, hvaða leikmenn spili, leikjum dag eftir dag, ferðalögum á ferðalög ofan og þess háttar. Í okkar tilfelli höfum við spilað ellefu útileiki í mánuðinum. Við fórum í átta daga ferðalag, svo tíu daga ferðalag og törninni lýkur með fjórum leikjum á fimm kvöldum. Ég held að það sé óskynsamlegt að nota leikmennina ef litið er til (meiðsla)sögu þeirra," sagði Popovich. Í hinum leik næturinnar vann Golden State Warriors eins stigs heimasigur á Denver Nuggets, 106-105. Nuggets hafði átta stiga forskot fyrir lokafjórðunginn en frábær spilamennska í síðasta fjórðungnum tryggði Golden State sigur. Kraftframherjinn David Lee var besti maður vallarins. Lee skoraði 31 stig auk þess að hirða níu fráköst.
NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira