Liðsmunurinn dugði FCK ekki | Ragnar og Rúrik úr leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2012 15:18 Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira