Engu nær um ferðir Matthíasar Mána Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. desember 2012 19:29 Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira