Lárus og Magnús Arnar ákærðir sem aðalmenn Magnús Halldórsson skrifar 13. desember 2012 17:26 Lárus Welding Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. Magnús Arnar og Lárus eru ákærðir sem aðalmenn, og Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn í meintum umboðssvikum. Málið snýst um lán Glitnis til félagsins FS38 upp á sex milljarða króna í maí 2008. Það félag keypti hlut Fons í skartgripafélaginu Aurum Holding, og fjórir milljarðar fóru í að greiða skuldir Fons. Einn milljarður fór svo til Pálmar Haraldssonar, eiganda Fons, og einn milljarður til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Pálmi er ekki meðal ákærðu í málinu, eins og fyrr segir. Lárus var einnig meðal ákærðu í Vafningsmálinu svokallaða, en aðalmeðferð í því máli lauk á mánudaginn, og verður dómur kveðinn upp í því máli 28. desember næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik samkvæmt lögum, ef sakir eru miklar, er sex ára fangelsi en málið verður þingfest í héraði. Þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi í umboðssvikamáli féll í sumar, þegar Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs, og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sjóðsins, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, í hinu svokallaða Exeter-máli. Aurum Holding málið Dómsmál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. Magnús Arnar og Lárus eru ákærðir sem aðalmenn, og Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn í meintum umboðssvikum. Málið snýst um lán Glitnis til félagsins FS38 upp á sex milljarða króna í maí 2008. Það félag keypti hlut Fons í skartgripafélaginu Aurum Holding, og fjórir milljarðar fóru í að greiða skuldir Fons. Einn milljarður fór svo til Pálmar Haraldssonar, eiganda Fons, og einn milljarður til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Pálmi er ekki meðal ákærðu í málinu, eins og fyrr segir. Lárus var einnig meðal ákærðu í Vafningsmálinu svokallaða, en aðalmeðferð í því máli lauk á mánudaginn, og verður dómur kveðinn upp í því máli 28. desember næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik samkvæmt lögum, ef sakir eru miklar, er sex ára fangelsi en málið verður þingfest í héraði. Þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi í umboðssvikamáli féll í sumar, þegar Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs, og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sjóðsins, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, í hinu svokallaða Exeter-máli.
Aurum Holding málið Dómsmál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira