Lárus og Magnús Arnar ákærðir sem aðalmenn Magnús Halldórsson skrifar 13. desember 2012 17:26 Lárus Welding Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. Magnús Arnar og Lárus eru ákærðir sem aðalmenn, og Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn í meintum umboðssvikum. Málið snýst um lán Glitnis til félagsins FS38 upp á sex milljarða króna í maí 2008. Það félag keypti hlut Fons í skartgripafélaginu Aurum Holding, og fjórir milljarðar fóru í að greiða skuldir Fons. Einn milljarður fór svo til Pálmar Haraldssonar, eiganda Fons, og einn milljarður til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Pálmi er ekki meðal ákærðu í málinu, eins og fyrr segir. Lárus var einnig meðal ákærðu í Vafningsmálinu svokallaða, en aðalmeðferð í því máli lauk á mánudaginn, og verður dómur kveðinn upp í því máli 28. desember næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik samkvæmt lögum, ef sakir eru miklar, er sex ára fangelsi en málið verður þingfest í héraði. Þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi í umboðssvikamáli féll í sumar, þegar Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs, og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sjóðsins, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, í hinu svokallaða Exeter-máli. Aurum Holding málið Dómsmál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. Magnús Arnar og Lárus eru ákærðir sem aðalmenn, og Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn í meintum umboðssvikum. Málið snýst um lán Glitnis til félagsins FS38 upp á sex milljarða króna í maí 2008. Það félag keypti hlut Fons í skartgripafélaginu Aurum Holding, og fjórir milljarðar fóru í að greiða skuldir Fons. Einn milljarður fór svo til Pálmar Haraldssonar, eiganda Fons, og einn milljarður til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Pálmi er ekki meðal ákærðu í málinu, eins og fyrr segir. Lárus var einnig meðal ákærðu í Vafningsmálinu svokallaða, en aðalmeðferð í því máli lauk á mánudaginn, og verður dómur kveðinn upp í því máli 28. desember næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik samkvæmt lögum, ef sakir eru miklar, er sex ára fangelsi en málið verður þingfest í héraði. Þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi í umboðssvikamáli féll í sumar, þegar Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs, og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sjóðsins, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, í hinu svokallaða Exeter-máli.
Aurum Holding málið Dómsmál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira