Jól á Kleppi Erla Hlynsdóttir skrifar 29. desember 2012 12:46 Vaktin mín byrjaði síðdegis á aðfangadag. Dagvaktin hafði séð um helsta undirbúninginn fyrir jólin, bæði hvað snerti húsakynnin og sjúklingana sjálfa. Deildin var skreytt í hólf og gólf. Marglitir borðar í lofti. Konfekt í skál á stofuborði. Og jólatréð á sínum stað. Öllu þessu fylgdi einhver sérstakur hugblær, einhver andblær sem vakti minningar úr minningasjóði hvers og eins. Vonandi góðar hjá flestum sem þarna voru. Kannski ekki öllum. Lífið er svolítið misjafnt. Lífið fer svolítið misjafnlega með fólk. Og stundum fer fólk líka svolítið misjafnlega með lífið. Þeir sjúklingar sem á annað borð þurftu hvatningu til slíkra hluta höfðu verið hvattir til að fara í bað og þeim hjálpað sem hjálpar voru þurfi. Starfsfólkið á dagvaktinni hafði haft nóg að gera við að lakka neglur og greiða hár. Sjúklingar lánuðu hverjir öðrum ilmvatnsdropa á bak við eyrað eða rakspíravott á nýskafið granstæði. Ættingjar og vinir höfðu komið með spariföt handa sumum. Aðrir fóru í það besta sem þeir höfðu. Sumir fengu lánuð úr óskilamunageymslu spítalans heldur skárri föt en þeir áttu sjálfir. Starfsfólkið á vaktinni sem annars hefði ekki átt jólakvöldið saman á þessum stað hafði útbúið litla jólapakka hvert handa öðru og handa sjúklingunum. Áður hafði hver sjúklingur alltaf fengið ofurlítinn jólapakka frá spítalanum en í sparnaðarskyni var búið að afnema slíkt óþarfa bruðl með fjármuni ríkissjóðs. Sumir sjúklinganna höfðu því ekki lengur neinn fallegan pakka með rauðri slaufu og nafninu sínu á til að opna á aðfangadagskvöld. Það er sorglegt. Innihaldið og dýrleiki gjafarinnar metinn í peningum skiptir litlu máli í samanburði við hugarfarið og hugulsemina sem að baki býr. Sumir sjúklinganna fengu gjafir frá vinum og ættingjum. Aðrir áttu enga vini eða ættingja, að minnsta kosti enga sem skiptu sér af þeim lengur. Einkum þeir sem höfðu verið veikir lengi, alveg sérstaklega þeir sem höfðu verið mikið veikir mjög lengi. Sumu fólki finnast geðsjúkdómar dálítið leiðinlegir og setja blett á fjölskylduna. Ekki síst á stórhátíðum. Sumir sjúklinganna áttu þó vini í hópi fólks sem þeir höfðu áður kynnst á þessari geðdeild eða öðrum. Ekki eru allir sjúklingar lokaðir inni fyrir lífstíð. Sumir ná nokkrum bata, margir ná fullum bata. Þeir skilja kannski betur en hinir sem alltaf hafa verið heilbrigðir, hvað það er að vera veikur. Og hvað það er að verða frískur aftur. Sjúklingarnir opnuðu flestir pakkana sína í einrúmi. Sumum finnst betra að vera einir við slík tækifæri, fara hálfpartinn hjá sér þegar tárin skoppa niður vangana og minningar frá löngu liðnum og nærri gleymdum bernskujólum vakna. Starfsfólkið skiptist þó á að líta til sjúklinganna og gleðjast með þeim og jafnvel gráta með þeim yfir litlu fallegu jólapökkunum. Þeir sem höfðu fengið gjafir að heiman höfðu sumir mikla ánægju af að segja frá þeim sem höfðu sent gjafirnar og jafnvel hvers vegna þeir fengu einmitt þetta. Hér var ekki á ferðinni nein upplýsingaskylda heldur löngun til að blanda geði en fyrst og fremst löngun til að tala um ástvini sína. Við vorum fjögur á vaktinni og það kom í okkar hlut að sjá um borðhaldið og undirbúning þess. Við færðum borðin saman og gerðum úr þeim eitt langborð, settum á það fallegan dúk og brutum saman servíettur eftir kúnstarinnar reglum. Venjulega drukku allir úr hvítum leirföntum en við komum með glös og settum þau á langborðið. Svo kveiktum við á kertum, nokkuð sem annars var aldrei gert á þessum stað og raunar bannað. Aldrei logar á kertum á Kleppi nema á aðfangadagskvöld, því að það er bannað. Við vorum tvær rúmlega tvítugar sem sáum um framreiðsluna á jólakvöldverðinum. Maturinn kom aðsendur í ýmsum ílátum og umbúðum. Forrétturinn var í hvítum snittukassa, niðurskorinn reyktur lax í kuðli ásamt káli og síðan áttu allir að ganga í kassann og fá sér á diskinn sinn. Sósan á laxinn var í litlum plastdollum og til þess ætlast að hver fengi eina dollu. En núna vorum við komnar í hlutverk húsmæðra og okkur fannst að engin húsmóðir með virðingu fyrir sjálfri sér og virðingu fyrir matargestum gæti haft sama hátt við borðhaldið á aðfangadagskvöld og hafður var alla aðra daga. Við sóttum litla diska og skömmtuðum eins snyrtilega og við gátum á hvern disk og bárum á borð fyrir hvern og einn. Hamborgarhrygginn settum við á glerfat og fatið settum við á borð í stað þess að skammta hverjum og einum á diskinn í biðröð eins og venjulega var gert. Eftirrétturinn var frómas með rjóma og við reyndum að búa hann í hendur fólksins eins smekklega og við gátum. Sú er almenn venja við borðhald að allir ljúka forréttinum áður en kemur að aðalréttinum sem allir gera síðan skil áður en eftirréttur er borinn fram. En eins og áður sagði er lífið svolítið misjafnt og sums staðar er það misjafnara en annars staðar. Þarna var fólk með ýmsa sjúkdóma – annars hefði það ekki verið þarna – sjúkdóma á borð við maníu, alvarlegt þunglyndi, mismunandi persónuleikaraskanir og geðklofa. Til dæmis var þarna maður sem átti mjög erfitt með að bíða eftir nokkrum hlut og leið mjög illa ef hann þurfti að bíða. Hann lauk við forréttinn á augabragði og bað um aðalréttinn og var búinn með eftirréttinn í þann mund sem aðrir voru að ljúka forréttinum. Já, það eru ekki allir eins og að minnsta kosti er aðfangadagskvöld á Kleppi varla stund og staður til að halda uppi aga og reglu á sama hátt og í barnaskóla eða bara á venjulegu heimili. Það er enginn í meðferð á aðfangadagskvöld. Og þó – kannski var þetta einmitt meðferð sem skilar betri árangri og betri líðan en ýmislegt sem fræðingarnir boða. Margir af sjúklingunum luku í einlægni lofsorði á matinn þó að stundum hafi ég úti í hinum ytra heimi séð vandaðri og nostursamari matreiðslu en í þetta sinn í þessum litla lokaða heimi, jafnvel þó að ekki væru sjálf jólin. Við borðhaldið voru nokkrir gestir, fólk sem hafði áður dvalist á þessum stað og langaði að koma í heimsókn og gleðjast með gömlum vinum. Það var auðsótt. Sumir þeirra sögðust ekki hafa borðað heitan mat í langan tíma, hvað þá svona góðan mat. Þeir áttu jafnvel ekki orð yfir öllu meðlætinu með kjötinu – sósu, kartöflum og salati. Og allir gátu borðað eins mikið og þeir vildu. Ég hafði aldrei fundið aðra eins gleði við nokkurt borðhald og á þessu aðfangadagskvöldi við Sundin. Að öðru leyti var lítið um samræður af því tagi sem algengast er við sameiginlegt borðhald. Sumir sögðu ekki aukatekið orð þó á þá væri yrt. Sumir létu nægja að segja já eða nei eftir þörfum. Í sumum tilvikum var venjulegum borðsiðun nokkuð ábótavant. En flestir lögðu sig fram eins og þeir framast gátu og það er í rauninni það sem mestu varðar. Vil skiljum eða skynjum það líklega flest, fyrr eða síðar, að það sem máli skiptir er að taka viljann fyrir verkið. Gestirnir utan úr bæ sem áður voru nefndir fóru að tínast inn nokkru áður en borðhaldið hófst. Sumir sem áttu ekki í mörg hús að venda höfðu komið ár eftir ár í jólamatinn á aðfangadagskvöld á Kleppi. Greinilegt var að hver og einn hafði lagt sig fram við að vera sem snyrtilegastur. Og þá, líka, varð stundum að taka viljann fyrir verkið. Einum hafði ekki lánast að hneppa skyrtuna sína rétt. Annar hafði ekki kunnað bindishnút og þess vegna hnýtt á sig bindið með svipuðum hætti og tíðkast með skóreimar. Það var ekki laust við að ónefndir starfsmenn klökknuðu nokkuð innra með sér við að sjá þetta. Þeir sem eru óvanir veisluhöldum og eiga að jafnaði litla hlutdeild í heimsins dýrð eiga stundum í erfiðleikum með litlu hlutina sem flestum finnast svo einfaldir og sjálfsagðir. Það fór margt í gegnum hugann þetta kvöld. Þarna lærði ég líklega meira en í mörgum kennslustundum í skólanum. Meira en ég lærði sitjandi undir mörgum stórgáfulegum fyrirlestum doktora og prófessora. Og þó var ég í námi í sálfræði. Fræðikenningar eru eitt, reynslan er annað. Köld skynsemi er eitt, tilfinningar eru annað. Það er notalegt að eiga jólin í faðmi fjölskyldunnar. Fyrir þann sem á yfirleitt fjölskyldu. Fjölskyldu sem vill yfirleitt eitthvað með hann hafa. En þrátt fyrir það, eða jafnvel einmitt vegna þess, þá mæli ég með því, að fenginni reynslu minni þetta aðfangadagskvöld á Kleppi við Sundin fyrir tíu árum, og annað aðfangadagskvöld á sama stað við sömu aðstæður tveimur árum seinna, að hver og einn verji þó ekki væri nema einu jólakvöldi í hópi þeirra sem minna mega sín. Verji þó ekki væri nema einu jólakvöldi í hópi okkar minnstu bræðra og systra sem auðnast ekki að binda bagga sína, eða hálstau, sömu hnútum og samferðamennirnir. Þá er ekki óhugsandi að við lítum jólahátíðina, gildi hennar og boðskap, nokkuð öðrum augum en áður. Þá er ekki óhugsandi að verðmætamatið breytist. Að áður ókunnar spurningar vakni. Og jafnvel að þeim spurningum verði svarað að einhverju leyti í innstu fylgsnum sálarinnar.Fyrst birt hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Vaktin mín byrjaði síðdegis á aðfangadag. Dagvaktin hafði séð um helsta undirbúninginn fyrir jólin, bæði hvað snerti húsakynnin og sjúklingana sjálfa. Deildin var skreytt í hólf og gólf. Marglitir borðar í lofti. Konfekt í skál á stofuborði. Og jólatréð á sínum stað. Öllu þessu fylgdi einhver sérstakur hugblær, einhver andblær sem vakti minningar úr minningasjóði hvers og eins. Vonandi góðar hjá flestum sem þarna voru. Kannski ekki öllum. Lífið er svolítið misjafnt. Lífið fer svolítið misjafnlega með fólk. Og stundum fer fólk líka svolítið misjafnlega með lífið. Þeir sjúklingar sem á annað borð þurftu hvatningu til slíkra hluta höfðu verið hvattir til að fara í bað og þeim hjálpað sem hjálpar voru þurfi. Starfsfólkið á dagvaktinni hafði haft nóg að gera við að lakka neglur og greiða hár. Sjúklingar lánuðu hverjir öðrum ilmvatnsdropa á bak við eyrað eða rakspíravott á nýskafið granstæði. Ættingjar og vinir höfðu komið með spariföt handa sumum. Aðrir fóru í það besta sem þeir höfðu. Sumir fengu lánuð úr óskilamunageymslu spítalans heldur skárri föt en þeir áttu sjálfir. Starfsfólkið á vaktinni sem annars hefði ekki átt jólakvöldið saman á þessum stað hafði útbúið litla jólapakka hvert handa öðru og handa sjúklingunum. Áður hafði hver sjúklingur alltaf fengið ofurlítinn jólapakka frá spítalanum en í sparnaðarskyni var búið að afnema slíkt óþarfa bruðl með fjármuni ríkissjóðs. Sumir sjúklinganna höfðu því ekki lengur neinn fallegan pakka með rauðri slaufu og nafninu sínu á til að opna á aðfangadagskvöld. Það er sorglegt. Innihaldið og dýrleiki gjafarinnar metinn í peningum skiptir litlu máli í samanburði við hugarfarið og hugulsemina sem að baki býr. Sumir sjúklinganna fengu gjafir frá vinum og ættingjum. Aðrir áttu enga vini eða ættingja, að minnsta kosti enga sem skiptu sér af þeim lengur. Einkum þeir sem höfðu verið veikir lengi, alveg sérstaklega þeir sem höfðu verið mikið veikir mjög lengi. Sumu fólki finnast geðsjúkdómar dálítið leiðinlegir og setja blett á fjölskylduna. Ekki síst á stórhátíðum. Sumir sjúklinganna áttu þó vini í hópi fólks sem þeir höfðu áður kynnst á þessari geðdeild eða öðrum. Ekki eru allir sjúklingar lokaðir inni fyrir lífstíð. Sumir ná nokkrum bata, margir ná fullum bata. Þeir skilja kannski betur en hinir sem alltaf hafa verið heilbrigðir, hvað það er að vera veikur. Og hvað það er að verða frískur aftur. Sjúklingarnir opnuðu flestir pakkana sína í einrúmi. Sumum finnst betra að vera einir við slík tækifæri, fara hálfpartinn hjá sér þegar tárin skoppa niður vangana og minningar frá löngu liðnum og nærri gleymdum bernskujólum vakna. Starfsfólkið skiptist þó á að líta til sjúklinganna og gleðjast með þeim og jafnvel gráta með þeim yfir litlu fallegu jólapökkunum. Þeir sem höfðu fengið gjafir að heiman höfðu sumir mikla ánægju af að segja frá þeim sem höfðu sent gjafirnar og jafnvel hvers vegna þeir fengu einmitt þetta. Hér var ekki á ferðinni nein upplýsingaskylda heldur löngun til að blanda geði en fyrst og fremst löngun til að tala um ástvini sína. Við vorum fjögur á vaktinni og það kom í okkar hlut að sjá um borðhaldið og undirbúning þess. Við færðum borðin saman og gerðum úr þeim eitt langborð, settum á það fallegan dúk og brutum saman servíettur eftir kúnstarinnar reglum. Venjulega drukku allir úr hvítum leirföntum en við komum með glös og settum þau á langborðið. Svo kveiktum við á kertum, nokkuð sem annars var aldrei gert á þessum stað og raunar bannað. Aldrei logar á kertum á Kleppi nema á aðfangadagskvöld, því að það er bannað. Við vorum tvær rúmlega tvítugar sem sáum um framreiðsluna á jólakvöldverðinum. Maturinn kom aðsendur í ýmsum ílátum og umbúðum. Forrétturinn var í hvítum snittukassa, niðurskorinn reyktur lax í kuðli ásamt káli og síðan áttu allir að ganga í kassann og fá sér á diskinn sinn. Sósan á laxinn var í litlum plastdollum og til þess ætlast að hver fengi eina dollu. En núna vorum við komnar í hlutverk húsmæðra og okkur fannst að engin húsmóðir með virðingu fyrir sjálfri sér og virðingu fyrir matargestum gæti haft sama hátt við borðhaldið á aðfangadagskvöld og hafður var alla aðra daga. Við sóttum litla diska og skömmtuðum eins snyrtilega og við gátum á hvern disk og bárum á borð fyrir hvern og einn. Hamborgarhrygginn settum við á glerfat og fatið settum við á borð í stað þess að skammta hverjum og einum á diskinn í biðröð eins og venjulega var gert. Eftirrétturinn var frómas með rjóma og við reyndum að búa hann í hendur fólksins eins smekklega og við gátum. Sú er almenn venja við borðhald að allir ljúka forréttinum áður en kemur að aðalréttinum sem allir gera síðan skil áður en eftirréttur er borinn fram. En eins og áður sagði er lífið svolítið misjafnt og sums staðar er það misjafnara en annars staðar. Þarna var fólk með ýmsa sjúkdóma – annars hefði það ekki verið þarna – sjúkdóma á borð við maníu, alvarlegt þunglyndi, mismunandi persónuleikaraskanir og geðklofa. Til dæmis var þarna maður sem átti mjög erfitt með að bíða eftir nokkrum hlut og leið mjög illa ef hann þurfti að bíða. Hann lauk við forréttinn á augabragði og bað um aðalréttinn og var búinn með eftirréttinn í þann mund sem aðrir voru að ljúka forréttinum. Já, það eru ekki allir eins og að minnsta kosti er aðfangadagskvöld á Kleppi varla stund og staður til að halda uppi aga og reglu á sama hátt og í barnaskóla eða bara á venjulegu heimili. Það er enginn í meðferð á aðfangadagskvöld. Og þó – kannski var þetta einmitt meðferð sem skilar betri árangri og betri líðan en ýmislegt sem fræðingarnir boða. Margir af sjúklingunum luku í einlægni lofsorði á matinn þó að stundum hafi ég úti í hinum ytra heimi séð vandaðri og nostursamari matreiðslu en í þetta sinn í þessum litla lokaða heimi, jafnvel þó að ekki væru sjálf jólin. Við borðhaldið voru nokkrir gestir, fólk sem hafði áður dvalist á þessum stað og langaði að koma í heimsókn og gleðjast með gömlum vinum. Það var auðsótt. Sumir þeirra sögðust ekki hafa borðað heitan mat í langan tíma, hvað þá svona góðan mat. Þeir áttu jafnvel ekki orð yfir öllu meðlætinu með kjötinu – sósu, kartöflum og salati. Og allir gátu borðað eins mikið og þeir vildu. Ég hafði aldrei fundið aðra eins gleði við nokkurt borðhald og á þessu aðfangadagskvöldi við Sundin. Að öðru leyti var lítið um samræður af því tagi sem algengast er við sameiginlegt borðhald. Sumir sögðu ekki aukatekið orð þó á þá væri yrt. Sumir létu nægja að segja já eða nei eftir þörfum. Í sumum tilvikum var venjulegum borðsiðun nokkuð ábótavant. En flestir lögðu sig fram eins og þeir framast gátu og það er í rauninni það sem mestu varðar. Vil skiljum eða skynjum það líklega flest, fyrr eða síðar, að það sem máli skiptir er að taka viljann fyrir verkið. Gestirnir utan úr bæ sem áður voru nefndir fóru að tínast inn nokkru áður en borðhaldið hófst. Sumir sem áttu ekki í mörg hús að venda höfðu komið ár eftir ár í jólamatinn á aðfangadagskvöld á Kleppi. Greinilegt var að hver og einn hafði lagt sig fram við að vera sem snyrtilegastur. Og þá, líka, varð stundum að taka viljann fyrir verkið. Einum hafði ekki lánast að hneppa skyrtuna sína rétt. Annar hafði ekki kunnað bindishnút og þess vegna hnýtt á sig bindið með svipuðum hætti og tíðkast með skóreimar. Það var ekki laust við að ónefndir starfsmenn klökknuðu nokkuð innra með sér við að sjá þetta. Þeir sem eru óvanir veisluhöldum og eiga að jafnaði litla hlutdeild í heimsins dýrð eiga stundum í erfiðleikum með litlu hlutina sem flestum finnast svo einfaldir og sjálfsagðir. Það fór margt í gegnum hugann þetta kvöld. Þarna lærði ég líklega meira en í mörgum kennslustundum í skólanum. Meira en ég lærði sitjandi undir mörgum stórgáfulegum fyrirlestum doktora og prófessora. Og þó var ég í námi í sálfræði. Fræðikenningar eru eitt, reynslan er annað. Köld skynsemi er eitt, tilfinningar eru annað. Það er notalegt að eiga jólin í faðmi fjölskyldunnar. Fyrir þann sem á yfirleitt fjölskyldu. Fjölskyldu sem vill yfirleitt eitthvað með hann hafa. En þrátt fyrir það, eða jafnvel einmitt vegna þess, þá mæli ég með því, að fenginni reynslu minni þetta aðfangadagskvöld á Kleppi við Sundin fyrir tíu árum, og annað aðfangadagskvöld á sama stað við sömu aðstæður tveimur árum seinna, að hver og einn verji þó ekki væri nema einu jólakvöldi í hópi þeirra sem minna mega sín. Verji þó ekki væri nema einu jólakvöldi í hópi okkar minnstu bræðra og systra sem auðnast ekki að binda bagga sína, eða hálstau, sömu hnútum og samferðamennirnir. Þá er ekki óhugsandi að við lítum jólahátíðina, gildi hennar og boðskap, nokkuð öðrum augum en áður. Þá er ekki óhugsandi að verðmætamatið breytist. Að áður ókunnar spurningar vakni. Og jafnvel að þeim spurningum verði svarað að einhverju leyti í innstu fylgsnum sálarinnar.Fyrst birt hér.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun