Innlent

Hefði getað gert alvöru úr hótununum

Karen Kjartansdóttir skrifar

Matthías Máni hefði getað gert alvöru úr hótunum sínum gangvart sambýliskonu föður síns og börnum hennar hefði hann komist yfir farartæki skömmu eftir að hann slapp. Málið er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglu og fangelsismálayfirvöldum.

Það liðu um það bil tveir tímar frá því Matthías strauk og þar til það uppgötvaðist en Matthías mun hafa haft í hótunum við sambýliskonu föður síns og börn hennar morguninn áður en hann strauk.

„Fræðilega séð er alveg möguleiki að hann hefði getað valdið þeim skaða á þeim tíma ef hann hefði getað komist yfir farartæki fyrir utan fangelsið," segir Arnar og bætir við að þetta sé litið mjög alvarlegum augum.

Fangelsismálayfirvöld vinna nú að skýrslu um strokið, stefnt sé að því að hún verði tilbúin um miðjan næsta mánuð og verður hún þá send innanríkisráðuneytinu.

Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni en í myndbandinu hér að ofan er farið myndrænt yfir leiðina sem Matthías fór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×