Mest lesið á Lífinu 2012 28. desember 2012 18:30 Jón Jónsson, Manúel Ósk Harðardóttir, Ásdís Rán og Kristrún Ösp tróna á toppnum yfir mest lesnu fréttir Lífsins á árinu sem er að líða undir lok. Þá var Angelina Jolie ómótstæðileg, Madonna unglegri, Gordon Ramsey skemmti sér í Reykjavík og Arnar Gunnlaugs kolféll fyrir bandarískri Hollywoodstjörnu.1. Hvaða yngingarmeðal tekur þú inn? Mest lesna fréttin á Lífinu árið 2012 var myndafrétt þar sem við spurðum einfaldlega hvað Madonna, þá 52 ára, gerir til að viðhalda unglegu útliti. Spurning hvort ungi kærastinn hennar hafi áhrif á útlitið eða meinhollt mataræðið?2. Fjölmenni á árshátíð 365 Önnur vinsælasta fréttin var myndasyrpa frá árshátíð 365 miðla sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica Hótel í mars. Það var Björn Bragi Arnarson fjölmiðlamaður sem stýrði gleðinni þar sem hátt í 400 spariklæddir gestir fögnuðu.3. Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna"Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna og heimþráin magnaðist upp með hverju árinu," sagði Manúela Ósk Harðardóttir í janúarlok sem þá prýddi fyrstu forsíðu Lífsins, þá nýtt vikublað sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum.4. Ásdís Rán og Garðar skilinFyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Garðar Gunnlaugsson skildu eftir níu ára samband og sex ára hjónaband í febrúar. Þetta staðfesti Ásdís við Lífið en þegar hún var stödd í Búlgaríu og Garðar á Íslandi.5. Kristrúnu Ösp fannst fúlt að gert var grín að sér í ÁramótaskaupinuKristrúnu Ösp Barkardóttur, fyrirsætu, fannst áramótaskaupið skemmtilegt en fannst frekar fúlt þegar gert var grín að sér. Þetta var á meðal þess sem kom fram í Hitaklefanum í útvarpsþættinum FM95BLÖ á FM957. Þar sagði Kristrún aðspurð að Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, hafi ekki sent sér jólakort en hún hafi heyrt í honum yfir hátíðarnar.6. Uppgötvaður af L.A. Reid og kominn á samning hjá SonyTónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson landaði plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. "Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi," sagði Jón.7. Myndir frá minningarathöfn Whitney Houston Myndasyrpa frá minningarathöfn Whitney Houston, sem lést á árinu, var sjöunda mest lesna fréttin á Lífinu. Maðurinn sem hún var gift í 15 ár, Bobby Brown, strunsaði út úr kirkjunni stuttu eftir að athöfnin, sem var falleg og tilfinningaþrungin, hófst því fylgdarliði hans bauðst ekki að sitja á fremsta bekk í kirkjunni.8. Skemmtu sér á hótelinu nokkrum klukkustundum eftir andlát Houston Fjöldi stjarna mættu til þess að skemmta sér á sama hótelið og Whitney Houston fannst látin á, aðeins nokkrum klukkustundum eftir andlát hennar. Um var að ræða fyrirpartý vegna Grammy verðlaunanna sem fram fór umrætt kvöld. 9. Bieber í kuldanum eftir rifrildi Það gekk á ýmsu hjá Justin Bieber. Poppstjarnan og núverandi, fyrrverandi eða þáverandi kærastan hans, Selena Gomes, reyndu að settla málin á veitingahúsinu Yamato í Kaliforníu eftir að upp úr sauð þegar drengurinn fór hamförum baksviðs á Victoria´s Secret undirfatasýningunni þar sem hann reyndi við flest allar fyrirsæturnar. 10. Ólétt Angelina Jolie í ómótstæðilegum kjól Í byrjun árs héldu slúðurmiðlar vestan hafs því fram að stórstjarnan gengi með barn undir belti sem reyndist ekki vera rétt. Í myndafréttinni var Angelina hinsvegar ómótstæðileg eins og ávallt klædd í svartan Michael Kors kjól. 11. Arnar Gunnlaugs kolféll fyrir bandarískri leikkonu Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi í fyrra. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Conlin sótti landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem átti heiðurinn að sambandinu. 12. Gordon Ramsey skemmtir sér í Reykjavík Stjörnukokkurinn og ólátabelgurinn Gordon Ramsay skemmti sér í miðbæ Reykjavíkur í byrjun maí. Kokkurinn sást meðal annars á skemmtistaðnum B5 þar sem hann skemmti sér ásamt félögum sínum í svokölluðu VIP - herbergi staðarins.Mynd/ValliMyndir/Sigurjón RagnarMynd/PjeturMynd/Heiða.is Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Jón Jónsson, Manúel Ósk Harðardóttir, Ásdís Rán og Kristrún Ösp tróna á toppnum yfir mest lesnu fréttir Lífsins á árinu sem er að líða undir lok. Þá var Angelina Jolie ómótstæðileg, Madonna unglegri, Gordon Ramsey skemmti sér í Reykjavík og Arnar Gunnlaugs kolféll fyrir bandarískri Hollywoodstjörnu.1. Hvaða yngingarmeðal tekur þú inn? Mest lesna fréttin á Lífinu árið 2012 var myndafrétt þar sem við spurðum einfaldlega hvað Madonna, þá 52 ára, gerir til að viðhalda unglegu útliti. Spurning hvort ungi kærastinn hennar hafi áhrif á útlitið eða meinhollt mataræðið?2. Fjölmenni á árshátíð 365 Önnur vinsælasta fréttin var myndasyrpa frá árshátíð 365 miðla sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica Hótel í mars. Það var Björn Bragi Arnarson fjölmiðlamaður sem stýrði gleðinni þar sem hátt í 400 spariklæddir gestir fögnuðu.3. Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna"Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna og heimþráin magnaðist upp með hverju árinu," sagði Manúela Ósk Harðardóttir í janúarlok sem þá prýddi fyrstu forsíðu Lífsins, þá nýtt vikublað sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum.4. Ásdís Rán og Garðar skilinFyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Garðar Gunnlaugsson skildu eftir níu ára samband og sex ára hjónaband í febrúar. Þetta staðfesti Ásdís við Lífið en þegar hún var stödd í Búlgaríu og Garðar á Íslandi.5. Kristrúnu Ösp fannst fúlt að gert var grín að sér í ÁramótaskaupinuKristrúnu Ösp Barkardóttur, fyrirsætu, fannst áramótaskaupið skemmtilegt en fannst frekar fúlt þegar gert var grín að sér. Þetta var á meðal þess sem kom fram í Hitaklefanum í útvarpsþættinum FM95BLÖ á FM957. Þar sagði Kristrún aðspurð að Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, hafi ekki sent sér jólakort en hún hafi heyrt í honum yfir hátíðarnar.6. Uppgötvaður af L.A. Reid og kominn á samning hjá SonyTónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson landaði plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. "Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi," sagði Jón.7. Myndir frá minningarathöfn Whitney Houston Myndasyrpa frá minningarathöfn Whitney Houston, sem lést á árinu, var sjöunda mest lesna fréttin á Lífinu. Maðurinn sem hún var gift í 15 ár, Bobby Brown, strunsaði út úr kirkjunni stuttu eftir að athöfnin, sem var falleg og tilfinningaþrungin, hófst því fylgdarliði hans bauðst ekki að sitja á fremsta bekk í kirkjunni.8. Skemmtu sér á hótelinu nokkrum klukkustundum eftir andlát Houston Fjöldi stjarna mættu til þess að skemmta sér á sama hótelið og Whitney Houston fannst látin á, aðeins nokkrum klukkustundum eftir andlát hennar. Um var að ræða fyrirpartý vegna Grammy verðlaunanna sem fram fór umrætt kvöld. 9. Bieber í kuldanum eftir rifrildi Það gekk á ýmsu hjá Justin Bieber. Poppstjarnan og núverandi, fyrrverandi eða þáverandi kærastan hans, Selena Gomes, reyndu að settla málin á veitingahúsinu Yamato í Kaliforníu eftir að upp úr sauð þegar drengurinn fór hamförum baksviðs á Victoria´s Secret undirfatasýningunni þar sem hann reyndi við flest allar fyrirsæturnar. 10. Ólétt Angelina Jolie í ómótstæðilegum kjól Í byrjun árs héldu slúðurmiðlar vestan hafs því fram að stórstjarnan gengi með barn undir belti sem reyndist ekki vera rétt. Í myndafréttinni var Angelina hinsvegar ómótstæðileg eins og ávallt klædd í svartan Michael Kors kjól. 11. Arnar Gunnlaugs kolféll fyrir bandarískri leikkonu Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi í fyrra. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Conlin sótti landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem átti heiðurinn að sambandinu. 12. Gordon Ramsey skemmtir sér í Reykjavík Stjörnukokkurinn og ólátabelgurinn Gordon Ramsay skemmti sér í miðbæ Reykjavíkur í byrjun maí. Kokkurinn sást meðal annars á skemmtistaðnum B5 þar sem hann skemmti sér ásamt félögum sínum í svokölluðu VIP - herbergi staðarins.Mynd/ValliMyndir/Sigurjón RagnarMynd/PjeturMynd/Heiða.is
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira