Fimmtán í röð hjá Clippers sem slátraði Celtic | Durant sjóðandi heitur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2012 08:02 Kevin Garnett og félagar voru ekki upplitsdjarfir á bekknum í nótt. Nordicphotos/Getty Liðsmenn Boston Celtics sáu aldrei til sólar þegar liðið sótti Los Angeles Clippers heim í nótt. Heimamenn unnu öruggan sigur 106-77 og um leið sinn fimmtánda sigur í röð. Matt Barnes jafnaði sitt mesta stigaskor með 21 stigi af bekknum og félagi hans af bekknum, Jamal Crawford, bætti við 17 stigum. Chris Paul var duglegur að mata samherja sína en þetta var sjötti stórsigur Clippers í röð. „Sumir eru yfir sig hrifnir af árangri okkar en við megum ekki falla í þá gryfju. Það eru ekki sigrar í deildinni sem telja þegar uppi er staðið," sagði Paul og á greinilega við að Clippers þarf að sýna mátt sinn í úrslitakeppninni. Clippers hefur ekki unnið leik með litlum mun síðan þeir lögðu Minnesota Timberwolves með sex stigum 28. nóvember. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston sem hefur 50 prósent vinningshlutfall með fjórtán sigra og jafnmörg töp. „Allir í liðinu vildu sigra þá og allir reyndu að gera það á eigin spítur í stað þess að spila okkar leik," sagði óhress Doc Rivers, þjálfari Celtics, í leikslok. Oklahoma lagði DallasKevin Durant átti enn einn stórleikinn með Oklahoma Thunder sem lagði Dallas MAvericks í spennutrylli í Oklahoma. Framlengja þurfti leikinn og voru heimamenn, með Russel Westbrook í fararbroddi, sterkari í framlengingunni. Lokatölurnar urðu 111-105. Gestirnir frá Dallas höfðu átta stiga forystu fyrir lokafjórðunginn en þá tók Durant til sinna ráða. Durant nýtti sér hægagang í varnarleik Dirk Nowitzki sem enn á töluvert í land með að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Durant var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með fjörutíu stig. Darren Collison fór fyrir gestunum með 32 stig, hans mesta í búningi Dallas, en þriggja stiga karfa frá honum tryggði Dallas framlengingu. Westbrook, fyrrum liðsfélagi Collison í UCLA, skoraði átta af sextán stigum sínum í framlengingunni og heimamenn fögnuðu sigri. NBA Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics sáu aldrei til sólar þegar liðið sótti Los Angeles Clippers heim í nótt. Heimamenn unnu öruggan sigur 106-77 og um leið sinn fimmtánda sigur í röð. Matt Barnes jafnaði sitt mesta stigaskor með 21 stigi af bekknum og félagi hans af bekknum, Jamal Crawford, bætti við 17 stigum. Chris Paul var duglegur að mata samherja sína en þetta var sjötti stórsigur Clippers í röð. „Sumir eru yfir sig hrifnir af árangri okkar en við megum ekki falla í þá gryfju. Það eru ekki sigrar í deildinni sem telja þegar uppi er staðið," sagði Paul og á greinilega við að Clippers þarf að sýna mátt sinn í úrslitakeppninni. Clippers hefur ekki unnið leik með litlum mun síðan þeir lögðu Minnesota Timberwolves með sex stigum 28. nóvember. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston sem hefur 50 prósent vinningshlutfall með fjórtán sigra og jafnmörg töp. „Allir í liðinu vildu sigra þá og allir reyndu að gera það á eigin spítur í stað þess að spila okkar leik," sagði óhress Doc Rivers, þjálfari Celtics, í leikslok. Oklahoma lagði DallasKevin Durant átti enn einn stórleikinn með Oklahoma Thunder sem lagði Dallas MAvericks í spennutrylli í Oklahoma. Framlengja þurfti leikinn og voru heimamenn, með Russel Westbrook í fararbroddi, sterkari í framlengingunni. Lokatölurnar urðu 111-105. Gestirnir frá Dallas höfðu átta stiga forystu fyrir lokafjórðunginn en þá tók Durant til sinna ráða. Durant nýtti sér hægagang í varnarleik Dirk Nowitzki sem enn á töluvert í land með að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Durant var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með fjörutíu stig. Darren Collison fór fyrir gestunum með 32 stig, hans mesta í búningi Dallas, en þriggja stiga karfa frá honum tryggði Dallas framlengingu. Westbrook, fyrrum liðsfélagi Collison í UCLA, skoraði átta af sextán stigum sínum í framlengingunni og heimamenn fögnuðu sigri.
NBA Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira