Matthías var í bústaðnum í nokkra daga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. desember 2012 19:11 Matthías Máni. Matthías Máni sem strauk af Litla-Hrauni hefur enn ekki verið yfirheyrður um flóttann en gert er ráð fyrir að gera það á morgun. Eigandi sumarbústaðar sem hann dvaldi í telur hann hafa verið þar í nokkra daga. Eftir að lögregla sótti Matthías Mána á Ásólfsstaði í Þjórsárdal þar sem hann gaf sig fram, á aðfangadag, var hann fluttur beint á Litla-Hraun. Við komuna þangað var hann settur í einangrun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hann enn ekki verið yfirheyrður um flóttann en til stendur að gera það á morgun. Þá ætti að fást betri mynd á það hvað hann hafðist við alla þá viku sem leitað var að honum. Lögregla hefur hins vegar tekið skýrslu af eiganda riffilsins sem Matthías var með þegar hann gaf sig fram. Matthías tók riffilinn úr sumarbústað mannsins. Eigandinn bústaðarins, sem er í uppsveitum Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að bústaðurinn væri nokkuð einangraður. Hann segir fjölskylduna hafa dvalið þar þremur dögum fyrir strokið og þakka fyrir að hafa ekki komið þangað á meðan Matthías hafðist þar við. Hann segir að Matthías hafi spennt hurðina upp en að mestu leyti gengið vel um. Sjá megi ummerki um að hann hafi eldað sér og horft á sjónvarp. Miðað við umganginn telur hann að Matthías hafi hafst þar við í nokkra daga. Bústaðurinn sé heilsársbústaður, upphitaður og með rennandi vatni og þar sé alltaf nokkuð af þurrmat. Fangelsismálayfirvöld hafa farið yfir verklagsreglur í kjölfar stroksins og er von á skýrslu málið á næstu dögum. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Matthías Máni sem strauk af Litla-Hrauni hefur enn ekki verið yfirheyrður um flóttann en gert er ráð fyrir að gera það á morgun. Eigandi sumarbústaðar sem hann dvaldi í telur hann hafa verið þar í nokkra daga. Eftir að lögregla sótti Matthías Mána á Ásólfsstaði í Þjórsárdal þar sem hann gaf sig fram, á aðfangadag, var hann fluttur beint á Litla-Hraun. Við komuna þangað var hann settur í einangrun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hann enn ekki verið yfirheyrður um flóttann en til stendur að gera það á morgun. Þá ætti að fást betri mynd á það hvað hann hafðist við alla þá viku sem leitað var að honum. Lögregla hefur hins vegar tekið skýrslu af eiganda riffilsins sem Matthías var með þegar hann gaf sig fram. Matthías tók riffilinn úr sumarbústað mannsins. Eigandinn bústaðarins, sem er í uppsveitum Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að bústaðurinn væri nokkuð einangraður. Hann segir fjölskylduna hafa dvalið þar þremur dögum fyrir strokið og þakka fyrir að hafa ekki komið þangað á meðan Matthías hafðist þar við. Hann segir að Matthías hafi spennt hurðina upp en að mestu leyti gengið vel um. Sjá megi ummerki um að hann hafi eldað sér og horft á sjónvarp. Miðað við umganginn telur hann að Matthías hafi hafst þar við í nokkra daga. Bústaðurinn sé heilsársbústaður, upphitaður og með rennandi vatni og þar sé alltaf nokkuð af þurrmat. Fangelsismálayfirvöld hafa farið yfir verklagsreglur í kjölfar stroksins og er von á skýrslu málið á næstu dögum.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira