Leitin að Matthíasi Mána: Tveir menn handteknir í nótt 22. desember 2012 11:30 Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. Mennirnir voru handteknir á Suðurlandi annar í heimahúsi en hinn í strætó. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu sem stýrir leitinni. „Við erum búin að vera að eltast við mjög margar vísbendingar og erum búin að loka mörgum lausum endum en í gær þá voru tveir handteknir í tengslum við rannsókn málsins, í gærkvöldi, en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt." Mennirnir eru kunningjar Matthíasar. „Við vorum búin að fá ábendingar um að þeir gætu vitað eitthvað um flóttann og væru hugsanlega tengdir honum Matthíasi og vissu eitthvað um málið." Reyndist það ekki vera rétt? „Nei það var allavega ekki til ástæða til að halda þeim frekar," segir hann. Arnar segir enn hverfandi líkur taldar á því að Matthías hafi farið úr landi. Þið teljið ekki að hann geti hafa farið sér að voða? „Það er í rauninni ekkert útilokað í þeim efnum." Hvernig verður leitinni háttað í dag hjá ykkur? „Það verður áfram verið að eltast við vísbendingar. Við erum reyndar búin að svara fyrir, sem sagt að loka mörgum lausum endum, og kanna hérna kanna flest allar vísbendingar sem við höfum fengið, þannig að við erum í rauninni, hvað á ég að segja, við höfum eftir litlu að fara. Það hefur í rauninni fækkað þeim slóðum sem við getum verið að rekja." Hverju gangið þið út frá núna eins og staðan er? „Við erum ennþá bara sem sagt að eltast við vísbendingar en við erum náttúrulega búin að þrengja þetta svolítið mikið en satt að segja þá erum við bara svolítið blankir eins og er," segir hann. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. Mennirnir voru handteknir á Suðurlandi annar í heimahúsi en hinn í strætó. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu sem stýrir leitinni. „Við erum búin að vera að eltast við mjög margar vísbendingar og erum búin að loka mörgum lausum endum en í gær þá voru tveir handteknir í tengslum við rannsókn málsins, í gærkvöldi, en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt." Mennirnir eru kunningjar Matthíasar. „Við vorum búin að fá ábendingar um að þeir gætu vitað eitthvað um flóttann og væru hugsanlega tengdir honum Matthíasi og vissu eitthvað um málið." Reyndist það ekki vera rétt? „Nei það var allavega ekki til ástæða til að halda þeim frekar," segir hann. Arnar segir enn hverfandi líkur taldar á því að Matthías hafi farið úr landi. Þið teljið ekki að hann geti hafa farið sér að voða? „Það er í rauninni ekkert útilokað í þeim efnum." Hvernig verður leitinni háttað í dag hjá ykkur? „Það verður áfram verið að eltast við vísbendingar. Við erum reyndar búin að svara fyrir, sem sagt að loka mörgum lausum endum, og kanna hérna kanna flest allar vísbendingar sem við höfum fengið, þannig að við erum í rauninni, hvað á ég að segja, við höfum eftir litlu að fara. Það hefur í rauninni fækkað þeim slóðum sem við getum verið að rekja." Hverju gangið þið út frá núna eins og staðan er? „Við erum ennþá bara sem sagt að eltast við vísbendingar en við erum náttúrulega búin að þrengja þetta svolítið mikið en satt að segja þá erum við bara svolítið blankir eins og er," segir hann.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira