Umhverfið kallar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. janúar 2012 14:30 Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun