Gróska í menningarlífi Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 var viðburðaríkt ár í menningarlífi landsmanna. Um allt land voru menningarviðburðir, svo margir að erlendir gestir sem hingað koma undrast atorkusemi Íslendinga í menningar- og listsköpun sem og menningarneyslu. Engin leið er að nefna alla þá starfsemi en nokkra viðburði er þó óhætt að kalla stórviðburði. Í vor var tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa opnað. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar fyrstu tónleika sína og viku síðar var húsið formlega opnað. Meira en hálf milljón gesta hefur heimsótt húsið frá opnun og þar hafa verið fjölmargir ógleymanlegir viðburðir á árinu, nú síðast tónleikar Mugisons fyrir jól sem þjóðin öll fékk að njóta í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Í haust var komið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í húsinu þegar Töfraflauta Mozarts var frumsýnd og kom þá á daginn að það er hægt að setja upp óperur í húsinu með miklum sóma þó að það hafi raunar ekki verið byggt til þess. Í haust var svo Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Til þess verkefnis var stofnað árið 2007. Þátttaka Íslands þótti takast með eindæmum vel. Íslenski skálinn hlaut mikið lof fyrir hönnun og uppsetningu. Fyrir utan alla þá dagskrá sem var í Frankfurt og gekk mjög vel að öllu leyti liggja eftir þýðingar á rúmlega 200 íslenskum bókum, ný þýðing á Íslendingasögunum í fimm bindum og bækur um Ísland á þýska málsvæðinu unnar í samstarfi við hátt í 100 bókaforlög. Hér er um umtalsvert fleiri bækur að ræða en fyrri heiðurslönd á bókamessunni hafa gefið út. Auk bókakynningar á sjálfri bókamessunni í ár voru fjölmargar kynningar með þátttöku íslenskra rithöfunda á þýska málsvæðinu í kringum messuna sjálfa. Það voru ýmsir íslenskir listviðburðir í Frankfurt og víðar í Þýskalandi. Okkur telst til að alls hafi á þriðja hundrað viðburðir verið á vegum verkefnisins sem var kallað Sögueyjan Ísland. Fjárveitingar á fjárlögum til verkefnisins voru 300 milljónir króna á árunum 2007 til 2011 og mun þetta vera umfangsmesta og dýrasta kynning á íslenskri menningu á erlendri grundu sem ráðist hefur verið í. Til að tryggja lágmarkseftirfylgni í ár og á næsta ári – ljúka uppgjöri og frágangi ýmissa verkefna, halda við heimasíðu verkefnisins, tryggja að erlendir samstarfsaðilar geti haldið áfram að gefa út íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og víðar – ákvað ríkisstjórnin að leita eftir 20 milljóna króna fjárveitingu á aukafjárlögum 2011 og 25 milljónum króna á fjárlögum 2012 og gekk það eftir. Fleira mætti nefna. Breytingar voru gerðar á úthlutun á fjárlögum til menningarverkefna þannig að menningarsamningar við landshluta verða stórefldir. Framlög til kynningarmiðstöðva listgreina voru stóraukin á fjárlögum ársins 2012 og er það fyrsti áfanginn í nýrri menningarsókn. Samkomulag var gert við fagfélög kvikmyndagerðarmanna og verða fjárveitingar auknar í kvikmyndasjóð næstu árin eftir erfiðan niðurskurð á fjárlögum 2010. Hér verður látið staðar numið en hvarvetna sjáum við gróskuna, hvort sem litið er til leiklistar, myndlistar, danslistar, hönnunar, kvikmyndagerðar, bókmennta, tónlistar eða víðar. Eftir erfið ár í efnahagslífinu getum við Íslendingar verið stolt af íslenskri list og menningu og þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem skiptir máli – samfélög eru ekki síst dæmd út frá menningu sinni og þekkingu og framlagi sínu á því sviði. Þar getum við borið höfuðið hátt.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun